19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 10
Natasa Babic-Friðgeirsson ásamt syni sínum David Kalendaric-Babic.
þeirra heimilistækja sem léttu
undir með konum áVesturlönd-
um.
Yngri dóttir hennar var oft
veik í æsku og þurfti mikla
aðhlynningu og yngsta barnið,
sonurinn, var það sem í dag heit-
ir ofvirkur en á sjötta áratugnum
var hann óþekktarpjakkur sem
var til vandræða hvern einasta
dag. Amma mín glímdi við þessi
vandamál sem mest hún mátti
þrátt fyrir eigin vankunnáttu og
vanþekkingu samfélagsins. Ekki
var mikill stuðningur af eigin-
manni hennar, - sannarlega
góður maður en greip gjarnan til
flöskunnar í baráttunni við eigin
djöfla. Amma varð, eftir því sem
árin liðu, ekki lengur hin unga og
ákveðna kona sem lét ekki bjóða
sér hvað sem var. Hún hætti að
lifa fyrir sig en fór að lifa fyrir
sína. Þegar dóttir hennar, móðir
mín, byrjaði á sinni röð skilnaða
og barneigna utan hjónabands, -
sem í þá daga var fátítt, bauð
amma fram aðstoð sína. Hún tók
að sér uppeldi barnabarnanna á
meðan elsta dóttir hennar var
við nám annars staðar í landinu.
***
Oll þessi ár naut amma mi'n
þeirrar blessunar að vera heilsu-
hraust. Og þegar allt var að falla
í skorður börnin orðin sjálfstæð,
hún sjálf að komast á eftirlaun til
að hafa það náðugt á ævikveldi
eftir annasaman dag, - þá hrynur
veröld hennar Landið, bærinn og
garðurinn hverfa á svipstundu.
Eina nótt í maí 1992 synti amma
mi'n, þá 67 ára, yfir ána sem skipt-
ir heimabænum í tvennt. Hún
flúði brennandi hús sitt. Á
árbakkanum hinu megin stóð
hún allslaus; engir peningar engin
skilríki, engar gamlar myndir -
ekkert sem minnti hana á liðna
daga. Það eina sem hún átti var
litli litríki kjóllinn - rennblautur
Það er ógerningur að gera sér
í hugarlund hvernig það er að
missa allt á efri árum. Amma mi'n
var þó í hópi þeirra heppnu, -
enginn hennar afkomenda féll í
stríðinu og hún gat búið í sumar-
húsi dótturinnar skammt frá og
slapp því við niðurlægingu flótta-
mannabúðanna. I þau ár sem
stríð geisaði á milli Króata og
múslima lögðust þungt á hana
þversagnir mannlegrar gæsku, því
það voru króatískir nágrannar
sem hugsuðu um hana. Hún hafði
jarðsett eiginmann sinn á fyrsta
degi átakanna í múslimska hluta
hins tvískipta bæjar Á þeim tíma
máttu einungis konurganga á milli
bæjarhluta, - enn ein áminning
þess að vart er til sú kynslóð
balkanskra kvenna sem hefur ekki
syrgt syni eða eiginmenn sem fall-
ið hafa í einhverju stríðinu.
***
I dag býr amma mín enn á ný í
Mostar Þar sem þversagnir virð-
ast okkar traustustu fylgifiskar þá
kemur það tæpast á óvart að
þessi gamla múslimakona býr í
króatíska hluta bæjarins. Það
tekur hana tíu mínútur að ganga
til ættingja sinna í múslimska
hlutanum og á þeirri leið er brú
yfir ána sem hún henti sér í fýrir
nokkrum árum. Stundum er það
jafnvel svo að þegar amma fer
yfir brúna gengur hún inn í
annað tímabelti því stjórnvöld á
þessum slóðum undirstrika sjálf-
stæði og fara eigin leiðir með
breytinguna yfir í sumartíma. Líf-
eyrir ömmu minnar er sem
nemur 10 þúsund krónum á
mánuði og hann fær hún úr
þýskum stríðsbótasjóði, German
Generation Solidarity Fund.
Þessir fjármunir duga henni fyrir
brýnustu þörfum. „Skrítið," -
segir amma mín. „Ég sem barðist
gegn Þjóðverjum fyrir nærri sex-
tíu árum og svo reynast þeir
þetta ágætasta fólk." Svo hlær
hún að sjálfri sér og fer út og
gefur flækingsköttunum að éta.
Að sjálfsögðu klæðist hún einum
af þessum einföldu litríku kjólum
sem kosta lítið og krefjast einskis.
Þegar ég fylgist með henni
ömmu minni tala við dýrin, finn
ég til ólýsanlegrar gleði vegna
þeirra forréttinda að hafa fengið
að kynnast græskulausri og góð-
hjartaðri manneskju sem alltaf rís
á fætur við hvert fall, fæðir hina
lifandi og grefur hina látnu, -
elskar ástarinnar vegna og æskir
einskis í staðinn. ■
10