19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 48
Jafnrétti leiðir til minna
ofbeldis og betra kynlífs
Launajafnrétti felur ekki
aðeins í sér sjálfsögð mann-
réttindi. Ingólfur V. Gíslason
telur að jafnrétti hafi stuðlað
að minna ofbeldi gagnvart
konum og meiri ánægju
beggja kynja af kynlífi. Gróð-
inn sé því ekki aðeins konunn-
ar heldur beggja kynja.
Fyrir nokkrum árum vann ég við
að skrifa sögu Iðju, félags verk-
smiðjufólks. Eitt af þvi' sem ég þá
gerði var að leita uppi nokkra af
fyrstu félögunum til að fá þeirra
frásögn og viðhorf til stöðunnar
eins og hún var við stofnun
félagsins 1934. Allt fram á sjö-
unda áratug aldarinnar tíðkaðist
að verkalýðsfélög og atvinnurek-
endur sömdu um tvo taxta.
Annar taxtinn var fyrir karla, hinn
var fyrir unglinga og konur Sá
síðarnefndi var að jafnaði 30%
lægri en taxtinn fyrir karla. Hér
breytti engu þó verið væri að
vinna nákvæmlega sömu vinnuna,
konurnar voru 30% lægri í laun-
um. Frægt dæmi er þegar karl og
kona báru saman börur t.d. við
fiskþurrkun. Byrðar beggja voru
jafnar en hann fékk krónu á tím-
ann, hún 70 aura.
Grét af reiði
Eg spurði eina konuna sem ég
ræddi við, hvort þetta hefði ekki
verið erfrtt, hvort ekki hefði verið
sárt að taka við launaumslagi sem
var 30% léttara en það sem kar-
linn fékk, þó svo vinnan hafi verið
hin sama. Hún þagði drykklanga
stund og sagði svo: „Jú víst var það
sárt. Oft grét maður af reiði."
Og því miður hafa samskipti
kynjanna megnið af þessari öld
verið þannig að konur hafa oft
haft fulla ástæðu til að gráta af
reiði.
En þær eru margar og stórar
breytingarnar sem orðið hafa
varðandi samskipti kynjanna á 20.
öldinni og sérstaklega hefur þró-
unin verið ör síðustu áratugi.
Konur eru nú fullgildir þátt-
takendur á atvinnumarkaðnum,
sækja sér þá menntun sem hug-
urinn stendur til og taka þátt í
stjórn- og félagsmálum til jafns á
við karla (eða svo til). Og með
48