19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 19

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 19
'sjj&T III1 .,, r . *. 11» ' illlll •iiJlíiíii iii Hinsegin fjölskyldur Lesbía og móðir. Hommi og faðir. Þessi hlutverk virðast kannski útiloka hvort annað en samkynhneigðir foreldrar hafa verið til frá upphafi vega. Um allan heim alast milljónir barna upp hjá hommum og lesbíum. Langflest eru fædd í fyrri samböndum þeirra við gagnkynhneigða. Ingibjörg Ólafsdóttir segir frá því að sífellt fleiri samkynhneigð pör kjósi að eignast barn saman. Ef miðað er við erlendar forsendur um fjölda samkynhneigðra foreldra er hægt að áætla að á bilinu 458 til 624 börn alist upp hjá samkynhneigðum á íslandi eins og fram kom á fundi um réttindi samkynhneigðra foreldra og barna þeirra í Háskóla íslands á síðasta ári. Lesbíur leita í auknum mæli eftir gjafasæði frá gagn- eða samkyn- hneigðum körlum. Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtak- anna 78, segir að fáein íslensk börn hafi orðið til með þeim hætti. ,,Eg er viss um að fleiri eiga eftir að fara að fordæmi þessa fólks. Hins vegar verður að hafa í huga hvað tilhugsunin er ný fyrir mörgum. Margt sam- kynhneigt fólk er nú fyrst að átta sig á að réttur þess til lífsins er sá sami og annarra, þ.m.t. rétturinn til barneigna," segir Þorvaldur. Barneignir samkynhneigðra verða að byggjast á samkomu- lagi og trausti á milli tveggja til fjögurra einstaklinga. Hverjar eru skyldur, ábyrgð og hlutverk hvers og eins? ,,Eg held að íslenskir hommar séu að ganga í gegnum mikið breytingaskeið núna þegar spurt er um réttinn til lífsins," segir Þorvaldur. „Margir þrá að láta drauminn um eigið barn verða að veru- leika en hika samt við að geta börn. Eins og ég sagði áðan er tilhugsunin svo ný. Hinu er ekki að leyna að dæmin sýna að slíkt uppeldi gengur mjög vel. Sam- kynhneigðir eru upp til hópa svo meðvitaðir um ábyrgðina." Hann segir að mörgu leyti flóknara mál þegar gagnkyn- hneigðir gefa lesbíum sæði og að til þess þurfi mjög sérstaka karl- menn. „Þeir fara líklega síðar eigin leið og stofna eigin fjölsl<yldur Þá eru þeir kannski ekki í stakk búnir að sinna og bera ábyrgð á því bami sem þeir hafa getið með samkynhneigðri konu. Hommar finna aftur á móti til sterkrar ábyrgðar í sfiku sambandi. Þeir hommar sem ég kannast við og hafa eignast börn með lesbíum - eða ætla sér það - hafa undan- tekningarlaust ábyrgst uppeldi og þroska barnsins með barnsmóð- ur sinni. Samkynhneigðir karl- menn taka yfirleitt mjög óstinnt upp þegar þeir heyra að einhver hafi áhuga á þeim sem sæðisgjöf- um en vilji ekki vita af þeim meira." Aðrir möguleikar til barn- eigna Samkynhneigðir geta ekki leitað eftir tæknifrjóvgunum samkvæmt hjúskaparlögum samkynhneigðra, þ.e. lögum um staðfesta samvist frá árinu 1996. Sú ákvörðun er rökstudd með því að börnum sé fýrir bestu að eiga sér bæði föð- ur-og móðurímynd. Á hinn bóg- inn varð Island annað landið í heiminum, á eftir Danmörku, til að leyfa stjúpættleiðingar sam- kynhneigðra með lögum frá Alþingi hinn 8. mai' síðastliðinn. Stjúpættleiðingar eiga helst við^ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.