19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 34

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 34
Ein(n) sit ég og sauma... Þó aö þaö teljist víst orðið til tíöinda að konur taki handavinnu með sér í saumaklúbb eru ýmis teikn á lofti um að áhugi á hannyrðum ýmiskonar sé nú heldur að færast í vöxt meðal ungs fólks. Margrét Sveinbjörnsdóttir fékk að gægjast ofan í handavinnukörfurnar hjá saumaglöðu fólki í Grafarvogi, á Seltjarnarnesi og Selfossi. Endar kannski með því að ég smíða rammana sjálf Hannyrðir eru sameiginlegt áhugamál hjá mæðgunum Ástríði Kristínu Ómarsdóttur og Sólveigu Rún Ástríðardóttur. I notalegri ibúð vestur á Seltjarn- arnesi býr Astríður Kristín Omarsdóttir ásamt sjö ára dótt- ur sinni, Sólveigu Rún. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft, segir máltækið og það sannast hén því Astríður segir að bæði hafi amma hennar heitin verið mikil hannyrðakona og eins saumi móðir hennar heilmikið. Sjálf situr hún löngum stundum á kvöldin og saumar og nú er dóttir hennar líka komin á bragðið - eða kannski ættum við frekar að segja ,,á sporið". Ástríður segist hafa gefið Sól- veigu Rún saumadót í jólagjöf i' fyrra og hún hafi strax haft mjög gaman af. Svo nú sitja þær oft saman mæðgurnan sér í lagi á köldum vetrarkvöldum, og sauma. Horfa kannski á sjónvarp- ið með öðru auganu eða hlusta á útvarp, slaka á, spjalla og hafa það notalegt. Þegar sól hækkar á lofti gera þær líka mikið af þvi' að fara saman út í göngu- og hjóla- túra og í sund. Gaman að gefa eitthvað sem maður hefur sjálfur gert Ástríður er oftast með nokkur stykki í takinu í einu. Eitt af öðru dregur hún þau upp úr körfunni og sýnir blaðamanni. Hún er til dæmis nýbyrjuð á fallegri og lit- ríkri jólasveinamynd og hún er líka að sauma tvo engla, sem hún segist ætla að gefa mömmu sinni. Raunar kveðst hún gefa mest af því sem hún saumar því það sé svo gaman að gefa eitthvað sem maður hafi sjálfur gert. Því næst dregur hún fram tvær litlar og fíngerðar myndir, bláar blóma- körfur á hvítum grunni, sem hún segist ætla að eiga sjálf - aldrei þessu vant. „Eg ætla að hengja þær upp í eldhúsinu, þar er svo mikið blátt," segir hún. ,,Eg hef bara ekki ennþá fundið ramma í réttri stærð en mig langar til að setja þær í fallega tréramma. Það endar kannski með því að ég smíða þá bara sjálf," segir Ástríð- un enda hæg heimatökin, þar sem hún vinnur í Byko og ættu ekki að vera vandræði með að finna þarefni og sníðatil ítvo litla ramma. Hún kveðst þó ekki vera í timbrinu heldur í bókhaldinu. Hún segist hafa saumað svolít- ið þegar hún var li'til en svo hafi hún steinhætt því. Það var svo ekki fýrr en fyrir um það bil þremur árum sem hún tók aftur upp þráðinn. ,,Ég byrjaði á því að gera bólstraða jólasveina og fann strax hvað mér þótti þetta rosa- lega gaman." Það var ekki að sökum að spyrja, hannyrðaáhug- inn hafði náð á henni tökum. „Mér finnst eiginlega krosssaum- urinn langskemmtilegastur en ég hef líka svolítið saumað góbelín. Einu sinni gerði égtil dæmis stór- an dúk með miklu munstri, allt í góbelíni. Ég hélt ég ætlaði aldrei að verða búin með hann," segir hún. Ástríður segir það líka hafa haft sín áhrif að eftir að hún eignaðist dótturina hafi hún verið meira heima á kvöldin en áður Þá sé gott að hafa áhuga- mál eins og saumaskapinn, ,,í staðinn fyrir að hanga og gera ekki neitt," eins og hún orðar það, „það er heldur ekki enda- laust hægt að þrífa og þvo." Sé ekki marga á mínum aldri í hannyrðaverslunum En skyldi vinkonunum nokkuð þykja þetta skrýtið áhugamál hjá Ástríði? „Nei, a.m.k. láta þær það þá ekki í Ijósi. Það er frekar að þær dáist að því að ég skuli nenna þessu. Sjálfar segjast þær ekki geta saumað eða ekki hafa tíma eða þolinmæði til þess," segir hún og bætir við að reynd- ar sé ein vinkona hennar svolítið að sauma en hún geri það meira í törnum. „En það er svo sem örugglega fullt af ungu fólki sem finnst þetta alveg glatað áhuga- mál, a.m.k. sé ég ekki marga við- skiptavini á mínum aldri i' hann- yrðaverslunum." Ástríður bendir reyndar á að úrvalið mætti alveg vera meira í verslununum, eiginlega sé það svolítið gamaldags og lítið um nýsköpun í munsturgerð. „Mér finnst vanta svolítið af saumavör- um fyrir okkur sem yngri erum. Það er eins og verslanirnar kaupi alltaf inn það sama og fylgist kannski ekki alveg nógu vel með tímanum. Ég get til dæmis ekki séð að saumadót fýrir börn hafi breyst mikið frá því ég var lítil, mér sýnist þetta vera sömu gömlu hundarnir og sömu trúð- arnir" Er þá ekki eina ráðið að nota hugmyndaflugið og teikna sín eigin munstur? Ástríður segist ekki hafa gert mikið af því. Svo verður hún svolítið leyndar- dómsfull á svipinn og viðurkenn- ir að í kollinum á henni sé að brjótast um hugmynd að stóru stykki sem hún ætli að reyna að vera búin með fyrir næstu jól. „Þetta er stór hugmynd og flók- in sem á eftir að krefjast mikillar þolinmæði - en ég held að það eigi eftir að verða mjög skemmtilegt að útfæra hana," segir Ástríður - en þvertekur fyrir að gefa meira upp um hug- myndina. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.