19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 40
Öld tækifæranna Hvað fær fimm konur úr ger- ólíkum áttum til að fara á fætur fyrir allar aldir til að koma saman yfir kaffibolla? Anna G. Ólafsdóttir var glöð að heyra hvað Bryndís Hlöð- versdóttir, alþingiskona, Bryn- hildur Heiðar- og Ómarsdóttir, bókmenntafræðinemi, Hulda Dóra Styrmisdóttir, markaðs- stjóri FBA, Jóhanna Eyjólfs- dóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International, og Sigríður Þorgrímsdóttir, sagn- fræðingur, tóku vel í að ræða jafnréttisbaráttuna í fortíð, samtíð og framtíð. Öld tæki- færanna, Talebana, Star Trek og heimilisstörf bar á góma fyrir messutíð þennan sunnu- dagsmorgun. Eins og af sjálfu sér hófust umræðurnar þegar fyrstu tvær konurnar klifu marrandi stiga- þrepin upp í skrifstofu Amnesty í Hafnarstræti. Á meðan yfirhafnir voru lagðar til hliðar, hellt upp á könnuna og meðlætið undirbúið var haldið áfram að spjalla þang- að til allar voru mættar og ekki varð lengur undan því vikist að huga að einhvers konar form- legu upphafi. Hvað segir þú, Sigríður, um að líta tíl baka til ársins 1919? Á því ári hvatti Bríet Bjarnhéðinsdóttir konur í leiðara Kvennablaðsins til að láta reyna á lögformleg réttindi sín. Sigríður:Jú - lagaramminn var kominn og ýmis réttindi höfðu fengist nokkuð auðveldlega. Kosningarétturinn mætti ekki umtalsverðri andstöðu á þingi. Þingmenn virtust hafa mun meiri áhyggjur af því að konur fengju kjörgengi. Umræður á Alþingi eru þar góð heimild eins og reyndar almennt þegar litið ertil hugarfarssögunnar, t.d viðhorfs- ins gagnvart því að konur fengju aðgang að æðri skólum árið 191 I. Kvennabaráttan snerist ekki aðeins um ákveðin lagaleg rétt- indi. Konur börðust t.a.m. fyrir byggingu Landspítalans. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir því hversu gífurlegt hagsmunamál spítalinn var fyrir konun enda gleymist oft hverjir báru hitann og þungann af umönnun aldr- aðra og veikra. Áfram er hægt að halda og nefna baráttu kvenna í bindindismálum. Eins og við vorum að tala um áðan tekur auðvitað tímann sinn að gera lagaleg réttindi að raun- veruleika. Það má og hafa í huga að um og uppúr aldamótunum 1900 var talað um að menntun kvenna skyldi vera í samræmi við „séreðli" þeirra, þ.e. umönnun og uppeldi, og á þeim vettvangi sköpuðu þær sér fyrst starfsvett- vang utan heimilis. Það þýðir ekki að skoða réttindabaráttu kvenna í byrjun aldarinnar útfrá þeim jafnréttishugmyndum sem við höfum í dag. Þá létu konur sig ekki dreyma um að karlar kæmu að heimilisverkum eða barna- umönnun, jafnvel þær róttæk- ustu voru sammála því að þetta væri vettvangur kvenna. En þær vildu hins vegar að konur fengju tækifæri til menntunar og atvinnu og voru þá ekki síst með þær konur í huga sem ekki gift- ust. Hulda Dóra: En lagaréttindin voru ekki nóg. Amma varð stúd- ent frá MR á sínum tíma. En hún hætti að læra og fór að vinna fýrir fjölskyldunni þegar langafi og bróðir hennar dóu. Bróðir hennar hélt hins vegar áfram upp í háskóla. Fyrir utan lagabreyting- ar hafa tækniframfarir skipt sköp- um, t.d. rafmagnið og öll sjálf- virku heimilistækin sem léttu konum heimilisstörfin svo þær höfðu tíma fyrir annað. Hulda Dóra, þú hefur sagt að þekkingarsamfélagið skaþí ákveð- in sóknarfæri fýrir konur, hvað hefur þú fyrír þér í því? Hulda Dóra: I hinum svoköll- uðu þekkingarfyrirtækjum hefur líkamlegt atgervi eða viðvera á skrifstofunni minni þýðingu en áður Það sem skiptir máli er hvað starfsmaðurinn hefur fram að færa - er með í kollinum. Eg er að tala um þekkingu, sam- skiptahæfni og getu til að vinna úr flækjumynstri. Fyrir utan auð- vitað frumkvæði, sem yngri konur virðast hafa meira af en hinar eldri. Þannig að konur eiga að geta staðið alveg jafnfætis körlum í þessum fyrirtækjum - og jafnvel að sumu leyti framar Oft er sagt að konur séu betri í samskiptum en karlar og í fyrir- tækjum sem byggja á þekkingu skipta hópvinna og samskipti yfir- leitt miklu máli. Jóhanna: Þú talaðir um að fyr- irtækin byggðu m.a. á því að unnið væri úr flækjumynstri. Nú hefur verið talað um að konur valdi því ákaflega vel að sinna ólíkum verkefnum á sama tíma. Körlum henti betur að einbeita sér að einu viðfangsefni í einu. I hraða nútímasamfélagsins virðist kvenlegi eiginleikinn geta nýst vel. Hulda Dóra: Já - alveg rétt. Brynhildur: Þessi hugmynd er ekkert annað en úrelt klisja frá Hellisbúanum - að konan sé safnari og geti tengt betur og hugsað um margt í einu en karl- inn sé veiðimaður og hugsi beint fram. (Brynhildur fylgir orðum sínum efiir með ákveðnum takti og látbragði við hæfi. Hinar veltast um af hlátri og keþpast við að ná orðinu.) Bryndís: Eg held að við séum að tala um þekkta staðreynd. Jóhanna: Kona getur verið heima með tvö börn, að setja í vélina, elda matinn og laga til - allt á sama tíma. Hún á auðvelt með að skipta sér og halda góðri yfirsýn yfir hvert verkefni. Sigríður: Eg held að allar konur með reynslu af því að búa með karlmanni viti hvað við erum að tala um í tengslum við heimilisstörfin. Brynhildur: Eg held að við séum ekki að tala um eðlislæga eiginleika heldur einfaldlega leti. Karlar nenna ekki að vinna heim- ilisstörf. Sigríður: Annars er gaman að því að fylgjast með eðlisumræð- unni spretta upp aftur. Ekki aðeins á Islandi heldur var í allri Evrópu verið að skilgreina eðli kvenna og hvaða hlutverki konur ættu að gegna alla 19. öldina. Eftir iðnbyltinguna var ekki leng- ur á hreinu hvað ætti að gera við konuna. Núna erum við að sjá allt aðra hlið á sömu umræðu. Bryndís: Eg held að við ættum ekkert að vera að velta okkur upp úr því hvað er hluti af eðli og hvað ekki. Snúum okkur frekar að kvennabaráttunni. Ef sagan er skoðuð kemur í Ijós að kvennabaráttan spratt upp úr nokkuð almennri sjálfstæðisbar- áttu um aldamótin 1900. Konur gripu tækifærið til að standa upp og krefjast eigin réttinda. Öld brautryðjendanna með tilheyr- andi réttindabaráttu rann upp. Nú tek ég undir með Huldu Dóru um að öld tækifæranna sé að berja að dyrum. Þekkingar- samfélagið kemur þar á móts við konun enda þarf starfsmaðurinn ekki endilega að vera fastur í vinnunni frá 8 til 4 eða 9 til 5. Vinnuumhverfið er færanlegt og vinnutíminn sveigjanlegur Hulda Dóra: Gleymum því ekki að samkeppnin er alltaf að harðna. Fyrirtæki mega ekki við því að nýta ekki bestu hugsan- legu hæfileikana úti í þjóðfélag- inu. Ef stjórnendur fyrirtækis eru svo vitlausir að nýta sér ekki hæfileika konu bara af því að 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.