19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 23
Kynjafræði við Háskóla íslands
Kynlegur kvistur eða
í kennsluskrá Háskóla íslands
er að finna lýsingu á námi í
kynjafræðum. Kristínu Rósu
Ármannsdóttur lék forvitni á
að vita hvað fælist í því námi.
Hún fór því á fund Soffíu
Auðar Birgisdóttur, sem hafði
umsjón með náminu nýliðið
kennsluár, og spurðist fyrir
um ýmislegt sem viðkemur
námi í kynjafræði.
Kynjafræði er ung grein við
Háskóla Islands og hófst nám í
kynjafræðum haustið 1996. Fagið
er samstarfsverkefni félagsvís-
inda- og heimspekideildar H.l.
Hér er um þverfaglegt nám að
ræða sem hægt er að taka sem
aukagrein til 30 eininga með
öllum fögum í bæði félagsvís-
inda- og heimspekideild. Námið
er sett saman af skyldunám-
skeiðum og valnámskeiðum.
Fræðileg skyldunámskeið eru
tvö. Annars vegar Inngangur að
kynjafræðum, sem félagsvísinda-
deild hefur umsjón með, og hins
vegar Kenningar, sem heim-
spekideild sér um.Valnámskeiðin
eru innan flestra deilda háskól-
ans og má þar nefna námskeið
innan guðfræðideildar; hjúkrunar-
fræðídeildar; lagadeildar og við-
skipta- og hagfræðideildar en
flest eru námskeiðin innan
félagsvísinda- og heimspekideild-
ar
Upphaflega hét kynjafræðin
kvennafræði. Soffía Auður segir
nafnbreytinguna hafa orðið
vegna breyttra áherslna. Ekki er
lengur eingöngu fjallað um konur
heldur hefur umræðan um
stöðu karla — og um karla sem
kyn — færst í vöxt. Soffía Auður
segir þó að skiptar skoðanir hafi
verið um nafnbreytinguna; hvort
ætti að skipta um nafn og þá
hvaða nafn ætti að velja. Nafnið
kynjafræði varð fyrir valinu enda
þykir það lýsa ágætlega innihaldi
námsins. Ymsir hafa þó gert
athugasemdir við nafnið kynja-
fræði þar sem það þykir vísa í
eitthvað sem er skrýtið eða
furðulegt - kynlegt.
Fjölbreytt nám
Nám innan kynjafræðinnar
miðar að því að skoða kynin frá
mismunandi sjónarhornum. Nú
þegar áherslurnar eru að breyt-
ast bætast ört við námskeið sem
leggja áherslu á karla sem kyn.
Eitt þessara námskeiða nefnist
Karlar og karlmennska. Umsjón
með því hefur IngólfurV. Gi'sla-
son en hann hefur m.a. unnið
fyrir Karlanefnd jafnréttisráðs og
gert rannsóknir á körlum og
karlmennsku. I námskeiðskynn-
ingu segir að markmið nám-
skeiðsins sé að kynna nemend-
um helstu áherslur þeirra sem
rannsaka karla sem samfélagslegt
kyn. A námskeiðinu er einnig
fjallað um mismunandi gerðir
karlmennsku. Af öðrum nám-
skeiðum sem tengjast beint karl-
mönnum er t.d. námskeiðið
ímynd karlmennsku í bók-
menntum miðalda en þar er
fjallað um þær breytingar sem
verða á ímynd karlmennsku á
miðöldum með hugsjónum ridd-
aramennsku og kröfum um einlífi
klerka. Námskeið um íþróttir í
breskum og norðuramerískum
bókmenntum beinist m.a. að því
að skoða hvernig i"þróttir tengj-
ast karlmennsku.
Soffía Auður segist vera mjög
ánægð með framboðið á nám-
skeiðum fyrir næsta kennsluár en
á hverju ári bætast við námskeið
sem hægt er að fella undir kynja-
fræði. Innan lagadeildar er boðið
upp á tvö námskeið. I námskeið-
inu Ofbeldisbrot frá sjónarhóli
kvennaréttar er fjallað um fjóra
afbrotaflokka; nauðgun og önnur
brot gegn kynfrelsi fólks, kynferð-
isbrot gegn börnum, vændi og
heimilisofbeldi en ofbeldi tengist
mjög kynhlutverkum. A þessu
námskeiði er sérstök áhersla
lögð á að nálgast viðfangsefnið út
frá þeim sjónarmiðum sem fram
hafa komið í kvennarannsóknum
síðustu ára. Einnig er boðið upp
á námskeið í Kvennarétti.
I hjúkrunarfræði er boðið upp
á námskeiðið Heilbrigði kvenna
sem miðar m.a. að því að nem-
endur verði sér meðvitandi um
sálræna og félagslega umhverfis-
þætti sem hafa áhrif á heilbrigði
kvenna. Námskeiðið Þekkingar-
þróun í hjúkrunarfræði fjallar
um aukna þekkingu í hjúkrunar-
fræði í sögulegu samhengi allt frá
Florence Nightingale til okkar
daga.
Guðfræðideildin býður upp á
námskeiðið Guðfræðin og
kvennagagnrýnin: Hvað gera
konur öðruvísi? A námskeiðinu
er fjallað um endurskoðun
kvenna á kristinni guðfræðihefð
og hugmyndir þeirra um nýja
nálgun á hinum margvi'slegu við-
fangsefnum guðfræðinnar. Nám-
skeiðið Frjálst nám í trúfræði:
Hvað segja konur um Krist?
fjallar um hefðbundnar kenning-
ar um líf og starf Jesú Krists í Ijósi
þeirrar gagnrýni sem konur hafa
sett fram.
Innan félagsvísinda- og heim-
spekideildar er fjöldi námskeiða í
boði, t.d.: Konur í miðaldatext-
um, Kven- og karllýsingar í lat-
neskum bókmenntum, Félagsleg
málvísindi, Stjórnun II, Sálgrein-
ing og bókmenntir, Áhrif kláms
og ofbeldis í myndmiðlum,
Nornaveiðar og galdrafár, Kynj-
uð stjórnmál, Internet og rann-
sóknir og svona mætti lengi telja.
Augljóst er að mikið úrval
spennandi námskeiða er innan
kynjafræði og námið greinilega
fjölbreytt.
hvað?
Soffi'a Auður segir að mikill áhugi
sé fyrir námi í kynjafræðum og
nemendafjöldinn fari vaxandi ár
frá ári. Mikill þrýstingur er frá
nemendum sem lokið hafa BA-
prófi; margir vilja læra meira og
hafa óskað eftir að námið verði
aukið f 60 eininga nám á mast-
ersstigi. Mikill meirihluti nem-
enda í kynjafræðinni eru konur
en einn og einn karlmaður slæð-
ist með.Vonandi verður breyting
á því eftir því sem karlafræðun-
um vex fiskur um hrygg.
Ákveðið sjónarhorn á
tilveruna
Soffía Auður segir að námið
nýtist víða en erfitt sé að benda á
ákveðin störf sem taki við að
námi loknu enda veltur það oft á
þvi' hvert hafi verið aðalfag nem-
andans. Nefna mætti störf á
almennum vettvangi sem varða
jafnréttismál svo og störf á vett-
vangi fjölmiðlunar og kennslu
sem hugsanlegan vettvang þeirra
sem útskrifast með gráðu í kynja-
fræði. Kynjafræðin hefur ekki
verið gerð að aðalgrein því talið
hefur verið hagnýtara að hafa
aðalgrein í öðru fagi. Segja má að
kennsla í kynjafræðum miði að
því að kynna fyrir nemendum
fjölbreyttar kenningar og mis-
munandi nálgunarleiðir - innan
félags- og hugvísinda - sem eiga
það þó flestar sameiginlegt að
ganga út frá kynjafræðilegu sjón-
arhorni á viðfangsefni. Með kynja-
fræðilegu sjónarhorni er átt við
að gengið sé út frá því að kynið
skjpti máli fýrir einstaklinginn og
fyrir samfélagið í heild. Meðal
þeirra grundvallarspurninga sem
reynt er að leita svara við í námi
í kynjafræðum eru: Hvernig
mótar samfélagið kynferði (og
kyngervi) einstaklinga? Hvers
vegna er ákveðnum kyn-ímynd-
um haldið að körlum og öðrum
að konum? Hvert er samspil kyns
og tungumáls? Hvaða merkingu ►
23