19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 55

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 55
Herra Karl Sigurbjörnsson biskup íslands ,,Mín kona á 20. öldinni er hún móðir mín, Magnea Þorkelsdóttir, fædd 191 I," segir hr. Karl og heldur áfram. „Móðir mín átti sannarlega margra kosta völ í lífinu. Hún er óvenju ríku- legum gáfum gædd og atgervi til lík- ama og sálar Og það hefur hún nýtt vel, hún er vel menntuð, víð- lesin, listhneigð og Ijóðelsk og ber betra skynbragð á en flestir Hún valdi sér hlutskipti eiginkonu og móður, helgaði líf sitt og krafta eig- inmanni og átta börnum. Hún varð þeim og tengdabörnum og niðja- hópnum stóra óumræðileg gæfa. Hún beindi sjónum okkar að því fagra og góða. Hún gaf okkur ást á list og Ijóði, málinu, landi og sögu, bæn og kirkju. Með atorku og umhyggju, hóg- værð og kyrrð, einbeitni og viljastyrk lagði hún traustan grunn að hamingju okkar heil og sönn í trú og bæn.Tutt- ugustu aldar kona er hún og sameinar í persónu sinni allt það besta sem sú öld átti og gaf. En hún er líka kona allra alda sem lýtur þeirri lífsköllun sem æðst en umhyggjunni um lífið." ■ Þorsteinn Hreggviðsson útvarpsmaður á Útvarpsstöð inni X-inu „Mín kona er Madonna," svaraði Þor- steinn án þess að hika. „Hún er gáfuð, meðvituð um gerðir sínar og nýtir hæfi- leika sína á eftirtektarverðan máta og hefur ekki aðeins breytt kvem'myndinni heldureinnig boðið samfélaginu birginn." Madonna er af ítölskum ættum, fædd í Bandaríkjunum 1958, og hlaut strangt kaþólskt uppeldi. Hún hóf feril sinn sem fyrirsæta en frá 1984 hefur hún einbeitt sér að popptónlist og er tvímælalaust ein frægasta kona heims í dag. Heimildir herma að hún sé einbeitt, skap- heit, hispurslaus og metorðagjörn. „Madonna hefur breytt kven- ímyndinni og brotið ýmis tabú i' gegn- um tíðina, t.d. valdi hún föður að barni sínu án þess að hafa minnsta hug á að búa með honum og má segja að hún hafi eingöngu valið hann til undaneldis. Madonna hefur gefið út bók með myndum af sjálfri sér auk þess að reka sitt eigið plötufyrirtæki," sagði Þorsteinn. „Mín kona hefur haf- ist af sjálfri sér; áhrif hennar á samtím- ann eru óhrekjanleg." ■ Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. Betri kjör í Heimilislinunni • Hærri innlánsvextir á Gullreikningi (5,85% 01.04.2000) • Allt aö 500 þúsund kr. yfirdráttarheimild • Lægri vextir á yfirdráttarláni - aöeins greitt fyrir nýtta heimild • Frltt stofngjald og ókeypis árgjald fyrsta áriö af VISA farkorti • Allt aö 500 þúsund kr. skuldabréfalán án ábyrgöarmanna • Greiösluþjónusta meö útgjaldadreifingu • Ókeypis Heimilisbanki á Netinu og netáskrift á binet.is • Sérstakur vaxtaauki (allt aö 150.000 kr.) tengdur reglubundnum sparnaöi (14 vaxtaaukar dregnir út árlega) • Viö inngöngu, fjármálabókin „Fjármál heimilisins", vandaöur penni eöa grillsvunta. Heimilisbankinn á Netinu Heimilisbanki Búnaöarbankans er griöarlega öflugur netbanki með fjölmarga notkunarmöguleika og hann er alltaf opinn. I Heimilisbankanum eru engin gjöld af færslum eöa millifærslum og þú sparar kostnaö viö reikningsyfirlit. - einfalt og öruggt Með Netgreiöslum er hægt aö staögreiöa vöru og þjónustu sem keypt er á Netinu. Meö Netgfrói er hægt aö fá upplýsingar af giró- og greiösluseölum beint i Heimilisbankann - og greiöa þá á einfaldan og öruggan hátt. w § BÚNAÐARBANKINN HEIMILISLÍNAN Traustur banki 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.