19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 64

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 64
' ", - • J'W/j • til þess að foreldrar ræði við börnin um það sem er þeim framandi og eru kynhlutverkin sem ævintýrin endurspegla hluti af því. Strákar með tilfinningar og stelpur í ævintýraleit Það er útbreiddur misskilningur að aðalsöguhetjur bóka þurfi að vera af ákveðnu kyni til þess að þær höfði til stelpna eða stráka. Fyrir 20-30 árum áttu þeir sem fjölluðu um kynímyndir í barna- bókum það til að telja hve marg- ar söguhetjur væru kvenkyns og hve margar karlkyns og hve margar mæður væru heimavinn- andi o.s.frv. til þess að athuga hvers konar skilaboðum um kyn- hlutverk bækur miðluðu. En þetta er allt of mikil einföldun á því hvernig hugmyndir um hlut- verk kynjanna og afstaða til kynjamunar kemur fram í bókum. Bækur um stráka geta boðið báðum kynjum upp á samsömun við söguhetjuna og gefið jákvæð skilaboð um hlut- verk kynjanna. Gott dæmi um þetta er bókin Kleinur og karrí eftir Kristínu Steinsdóttur þar sem söguhetjan er viðkvæmur strákur með fjörugt ímyndunarafl. Þeir höfundar sem hafa viljað forðast hina hefðbundnu hlut- verkaskiptingu sem viðgekkst f barnabókum: strákarnir eru sterkir en stelpur viðkvæmar, hafa á stundum fallið í þá gryfju að snúa þessu bara við. En það er að sjálfsögðu ekkert betra. Kristín stekkur léttilega yfir þessa gryfju með því að láta Bjössa, þrátt fyrir að hann sé viðkvæmur og tilfinninganæmur, vera óhræddan við að standa fast á sínu þegar hann trúir á eitthvað. Sömuleiðis hefur Ulfhildur frænka hans, sem lýst er sem vík- ingi og er sterk og ákveðin stelpa, sínar viðkvæmu hliðar Persónusköpun í þessari bók er að öllu leyti mjög góð, ekki bara að þvf leyti hvernig stelpur og strákar eru dregin upp heldur hvernig persónurnar eru sýndar sem einstaklingar með bæði kosti og galla. Önnur bók fyrir svipaðan aldursflokk er önnur bók Sigrúnar Eldjárn um Teit tímaflakkara: Teitur í heimi gulu dýranna. Þar sem þetta er ; , æv.r.týn með miklum og flóknum i|U8guþræði þá er ekki lagt eins A|kið f persónusköpun í þessari ók og í Kleinur og karrí. En það er enginn munur á ævintýralöng- un og getu stelpna og stráka í bókinni og ein mamma fær meira að segja að hjálpa til við að bjarga heiminum. Það sama má segja um bók Andra Snæs Magnasonar Sagan af bláa hnett- inum sem er með bæði stelpu og strák í aðalhlutverki. Báðar þess- Úr Blákápu, myndskreyting: Anna Cynthia Heplar. .*o#0 Hekla í Milljón steinar og Hrollur í dalnum, myndskr. Jean Posocoo. gefið út ævintýri handa börnum og sfðustu jól voru engin undan- tekning en þá komu út tvö íslensk ævintýri í nýjum útgáfum. Bæði Blákápa og Lírte/k og Lauf- ey enda á því að góðu stelpurn- ar eignast kóngssoninn á engum öðrum forsendum en þeim að þær eru sætar Þrátt fyrir að manni finnist þessi mynd af sam- drætti kynjanna ekki beint raun- sæisleg þá er ekkert að því að lesa þess háttar ævintýri fyrir börn, ekki sfst vegna þess orða- forða sem oftast má finna í þess- um sögum og er oftast framandi nútímabörnum. Bæði orðaforð- inn og framandi umhverfi skapa vissa fjarlægð og gera það að verkum að sögurnar eru tilvaldar jí"' ' 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.