19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 67
að hafa. Ég var tveggja ára þegar
ég kom heim til Eyja og talaði
ensku, hef sennilega lært hana af
systur minni. Foreldrar mínir
eignuðust aðra dóttun Jónu, og
hið undarlega gerðist að
mamma saknaði Kanada mjög."
Ég gríp inní til að spyrja Ragn-
heiði frekar út í æskuárin. „Ti'u
ára varð ég skólaskyld og var í
skóla þar til ég fermdist. Ég lærði
líka að synda f sjónum undir
Löngu og við krakkarnir lékum
okkur úti, vorum i' Saltabrauð,
Fram fram fylking og Öll skip úr
höfn og Yfir með boltum. Níu
ára byrjaði ég að vinna á stakk-
stæði við að breiða og taka
saman. Bændur áttu flest stakk-
stæðin og gerðu út báta, söltuðu
og þurrkuðu fisk."
Skortur á vatni
„Alltaf var nóg að gera heima
fyrir mömmu og okkur systurnar;
þvf sjómennirnir sem reru með
pabba komu úr landi strax á
haustin þegar sveitastörfum var
lokið. Róðrar hófust þó ekki fyrr
en eftir áramót. Þá var róið með
línu og ekki fyrr en löngu seinna
sem farið var að veiða i' net.
Pabbi átti fjórða part í báti og
hýsti hluta af áhöfn heima. Karl-
arnir fóru með skrínur á sjóinn
og var í verkahring mömmu að
finna til matinn. Þegar mamma
þvoði fór hún alltaf á fætur
klukkan þrjú, því þá var þvegið f
eldhúsinu og þurfti hún að vera
búin að nota vélina þegar hinir
komu á fætur Skortur var á vatni
og enginn fór í bað, maður þvoði
sér bara vel. Svo var kamar;
þannig að ekki fór vatn í það."
A heimili Ragnheiðar var svo-
kallaður skjögtari og betra Ijós í
stofunni. „Ljósið var hægt að
draga upp og niður Niðamyrkur
var á malargötum bæjarins og
fólkið ofan af Kirkjubæjum bar
luktir með kerti inni í. Þegar raf-
magnið kom voru settir upp
Ijósastaurar Á hverjum staur var
kassi og inni í honum var rofi
sem þurfti að kveikja á og
slökkva á kvöldin.
Áður en rafmagnið kom byrj-
aði dagurinn á því að maður
pússaði lampana og lampaglösin.
Klukkan níu var borðað, svo var
hádegiskaffi og aðalmáltíðin
klukkan þrjú. Klukkan sex var kaffi
og hafragrautur eða eitthvað
klukkan níu á kvöldin. I matinn
var saltfiskur fugl, súla, allt saltað
og þurfti að liggja í bleyti. Mjólk
smakkaði ég varla, hún var
aðeins til á heimilum bænda.
Maturinn var geymdur í hjalli
við húsið. Við höfðum kolavél
með hringjum og voru hringirnir
teknir ofan af og potturinn sett-
ur á. Öllu var brennt, þangi, mó
og spýtum því lítið var um kol. Á
stríðsárunum 1917-1918, frosta-
veturinn mikla, var erfitt að fá kol
og þá húktu allir i' sama herbergi.
Margir dóu úr spönsku veikinni
þann vetur Við systurnar veikt-
umst og ég fékk miklar blóðnasir"
Ragnheiður tekur sér málhvild
áður en hún heldur áfram:
„Pabbi var duglegur að útvega
mat og fékk borgað með fugli
þegar hann sótti fugl í eyjarnar
fyrir aðra eða færði veiðimönn-
um mat. I þoku náði hann í
fýlsegg og skaut skarfa á Urðun-
um,“ segir hún og kímir
„Við vorum með kartöflu-
garð. Þar óx vel en brenninetlan
var svo kröftug að þegar maður
var búinn að reyta si'ðasta desið
þurfti maður að byrja á því fyrsta
aftur. Þá voru ekki gúmmíhanskar
og maður var bólginn á höndun-
um. Ég man eftir fýlaveikinni.
Pabbi fékk hana og var hætt
kominn. Hún barst í fólk með
sýktum fugli og margir dóu. Þá
var fýlaveiði bönnuð."
Stúlkur á stakkstæðum
„Vinnan var árstíðabundin.
Stakkstæði á sumrin en engin
vinna á veturna. Á vorin var fisk-
urinn vaskaður og keyrður á
stakkstæði. Annað kastið var
fiskurinn rifinn upp og honum
umstaflað. Þegar fiskurinn ekki
seldist kom í hann svokallaður
jarðslagi. Þá fékk maður vinnu
við að bursta jarðslaga og svo
við að pakka. Þetta voru mörg
handtök. Á veturna var maður
heima og fór vel með og hjálp-
aði til.
Konurnar sem gengu í sandinn
voru í olíupilsum. Þær drógu fisk-
inn á sjálfum sér eða keyrðu
hann á handvögnum upp i' kró,
gerðu að og söltuðu. Konur
höfðu miklu lægri laun en karlar
Ég fékk vinnu í vefnaðarvöru-
verslun og var það á við happ-
drættisvinning. Svo veiktist ég og
önnur var ráðin. Ég var alltaf
með tak undir herðablaðinu og
mamma fór með mig til læknis.
Hann sagði að það væru vaxta-
verkir en ég var að taka berkla-
bakteríuna og fékk svo brjóst-
himnubólgu. Hugsanlega hefur
það bjargað mér að ég var alin
upp á kjarngóðu fæði og var
mikið úti."
Ragnheiður hélt 17 ára gömul
til Reykjavíkur „Ég ætlaði að læra
að sauma en hundleiddist. Ég var
heilan vetur og lærði ekki neitt.
Það eina sem ég var látin gera,
kunni ég áður Það var að varpa
sauma og leggja niður við. Maður
fékk ekki að gera neitt annað svo
ég kom heim aftur"
Burt af skerinu
„Fólkið sem þóttist vera eitthvað
meira viðhélt skörpum skilum
milli þeirra efnameiri og þeirra
sem minna höfðu. Annað hvert
orð var á dönsku og svo var
þérað og þótti fi'nt. Mamma vildi
aldrei láta okkur í vist, hún leit á
það sem þrældóm. Það var samt
eftirsóknarvert af sumum og
stúlkur þóttu læra heilmikið á
þessum betri heimilum," segir
Ragnheiður og tekur fram að
fátt hafi verið til skemmtunar i'
Eyjum á þessum ti'ma. „Ég fór
reyndar stundum á böll og til
þess þurfti ég að biðja um leyfi.
Kvikmyndir voru líka sýndar en
maður fékk ekki að fara nema á
hátíðum og þá voru líka gri'mu-
böll.
Ég hitti mann sem spurði
hvort ég vildi gerast vinnukona í
Englandi og ég játti því. Foreldrar
mínir höfðu ekkert á móti því.
Fólki þótti þetta bíræfni en ég
skipti mér ekkert af því. Ég fór á
bát og þegar komið var til hafn-
ar í Grimsby var tekið á móti
mér á bryggjunni og heima í hús-
inu var mér boðið mjólkurglas
og kaka. Fyrsta morguninn var ég
vakin klukkan 7. Frúin sagðist
hafa leyft mér að sofa út svona
fyrsta daginn, annars var ég vakin
klukkan 6. Mitt fyrsta verk á
morgnana var að vekja drengina
og útbúa handa þeim morgun-
verð. Á hverjum degi þurfti ég
að liggja á gólfinu við að skúra öll
gólf. Ég þvoði upp og pússaði silf-
ur Gamla konan, dóttir hennar
og tveir strákan voru ótrúlega
lengi að éta. Eftir hádegið settust
konurnar fyrir framan arininn og
þar sátu þær allan daginn og
þangað færði ég þeim söpper-
inn. Ekki litu þær f bók og ekki
unnu þær f höndum. Ég held að
ástæðan fyrir því að fólkið vildi
i'slenskar stúlkur hafi verið að
þær höfðu orð á sér fyrir að
vera duglegar og gátu ekki stokk-
ið í burtu ef þeim leið illa."
Tíu shillingar í laun
„Maturinn var hefðbundinn, egg
og beikon á morgnana, brauð og
te. Frampartur annan daginn, læri
hinn daginn, alltaf steikt í ofni og
nýtt daginn eftir Ég borðaði með
fjölskyldunni. Húsið var einungis
kynt með arineldi. Ég klæddi mig
ofan í rúmið og fólkið svaf með
hitaflöskur. Þvottadagar voru
hálfsmánaðarlega og ég þurfti að
þvo, þurrka og strauja, allt sama
daginn. Ég var stundum að ganga
frá til klukkan tvö á nóttunni.
Lífið var einmanalegt og oft sá
ég enga manneskju í hálfan
mánuð. Ég fékk frí á laugardög-
um frá klukkan fimm til hálf níu
og fór stundum að horfa i' búð-
arglugga. Einu sinni kom ég seint
heim og fékk ofanígjöf því ég átti
eftir að gefa fólkinu söpperinn.
Fjölskyldan áttil klukkan ellefu og
hálf tólf og á eftir þurfti ég að
ganga frá. Ég komst ekki i' rúmið
fyrr en klukkan tólf.
Ég var fljót að læra enskuna i'
Englandi, ferðaðist til London
með lest, klóraði mig áfram og
var ekkert hrædd. Þá var svo
mikil kolamengun að ég sá ekki
yfir götuna, en ég hélt það væri
Lundúnaþokan."
Ekkert þýddi að vera með
heimþrá. „Ég vildi fara út og varð
því að þola vistina. Ég hef heldur
ekki séð eftir þessu ári. Það sem
dró mig heim var að allir heima ►
67