19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 45

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 45
Ég hefði viljað ekki sjá Rithöfundurinn, fræðikonan og feministinn Héléne Cixous var hér á landi dagana 9. til 12. júní í boði Háskóla Islands og hélt almennan fyrirlestur auk málstofu fyrir áhuga- sama. Irma Erlingsdóttir þýddi textabrot úr *Algeirs- hviðu Cixous um æskuslóðirn- ar í Alsír. Cixous er fjölhæfur rithöfundur en hún hefur gefið út yfir 40 bækur, skáldsögur, leikrit og fræðirit. Hún er einkum þekkt fyrir skáldskap í heimalandi sínu en víða annars staðar fyrir fem- inískar fræðigreinar sem hún skrifaði einkum á sjöunda ára- tugnum. Margir íslenskir feminist- ar þekkja greinarnar „Hlátur Medúsunnar" („Le Rire de la Méduse") og „Útleiðir" („Sort- ies") frá þeim tíma en í þessum textum sýnir Cixous hvernig konur og karlar eru hneppt ! aldagamalt kerfi andstæðra tvennda. Markmið greinanna er að benda á útleiðir: „Ef til er staður sem er hvorki efnahags- lega né pólitískt skuldbundínn öllum viðbjóðnum og málamiðl- ununum og sem er ekki skylt að líkja eftir kerfmu [...] þá eru það skrif. Ef einhver staður getur komist undan hinni djöfullegu endurtekningu, þá liggur hann í þessa áttina, þar sem það skrifar sig sjálft, þar sem það uppgötvar og skapar nýja heima" (Sorties). Héléne Cixous fæddist árið I937 í Oran ÍAIsír. Móðir henn- ar er af þýskum gyðingaættum en hún flúði Þýskaland undan ógnum nasismans árið I933. Föðurfjölskylda Héléne Cixous voru gyðingar sem höfðu sest að á Spáni og flúið undan ofsóknum til Marokkó. Langamma hennar og langafi fluttust síðan til Oran. Cixous ólst upp í fjölþjóðlegu og fjöltyngdu umhverfi og það, ásamt pólitísku umróti í Alsír, hefur haft afgerandi áhrif á skrif hennar og hugsun. Hún yfirgaf Alsír átján ára gömul árið 1955 og hefur aldrei snúið þangað aftur. Hún flutti til Frakklands og hefur lengst af búið í París. Cix- ous segist hafa valið sér ímyndað þjóðerni tungumáls og bók- mennta. Textabrotin sem hér birtast eru úr greininni „Algeirshviðan mín" („Mon Algériance"), fyrsta texta Cixous sem fjallar um tengsl hennar við Alsír Fyrir nokkrum árum þegar borgara- stríðið í Alsír var í algleymingi hitti Héléne Cixous algeirskar flóttakonur í París en samfundur þessi varð síðan kveikjan að þessum texta. Frá því að frásögn- in birtist fyrir þremur árum hefur Cixous skrifað þrjár bækur sem sækja í sama brunn. „Algeirs- hviða" geymir þannig vísi að hugstæðu umfjöllunarefni und- anfarinna ára. Og eins og text- arnir sem hún las hér á Islandi báru með sér er þessum kafla í höfundarverki hennar enn ólok- ið. Algeirshviðan mín Hugsun mín fæddist með þeirri hugsun að ég hefði getað fæðst annars staðarj í einhverju þeirra tuttugu landa þar sem lifandi brot móðurfjölskyldu minnar lentu eftir að hafa splundrast á vígvelli nasismans. Með hug- myndinni um hendinguna, tilvilj- unina, fallið. [...] Vegabréf Það fer um mig í hvert sinn sem ég horfi á það; eins og ég óttist að upp um mig komist því það er og hefur alltaf verið falsað. Lygi, fals, ólögleg notkun, gegn og með samþykki mínu. Sögnin að vera hefur alltaf valdið mér óþægindum. Hvað eruð þér? Eruð þér franskar? Hver er ég? Og mér er gert að svara með einu orði eða með því að krossa í reit. [...] Þversögn vegabréfsins Annars vegar; er fullyrðingin „ég er frönsk" lygi eða uppspuni. Að segja ,,ég er ekki frönsk" er hins vegar brot á almennum kurteis- isvenjum. Og vanþakklæti fyrir gestrisnina sem mér hefur verið sýnd. Sú gestrisni hefur verið gloppótt og ótrygg af hálfu ríkis og þjóðar en gestrisni tungu- málsins hefur verið ómæld. A milli persónuskilríkja og per- sónulegrar reynslu ríkir ekkert samræmi. Saga mín er föst á milli tveggja mótsagnakenndra minningar- brota: Annars vegar er minningin um þýsku fjölskylduna mína sem bjó í Strasbourg í byrjun 20. aldar og fékk franskt ríkisfang þegar Frakkar báru sigur úr býtum árið 19 18. Sú staðreynd hindraði hana þó ekki í því að flytjast bú- ferlum „heim" til Þýskalands við fyrsta tækifæri. Ríkisfangið franska varð svo móður minni og ömmu til lífs þegar dauðinn varð hús- bóndi í Þýskalandi, eins og Celan komst að orði um ástandið. Hins vegar stendur eftir minn- ingin um þetta sama Frakkland (ef það þá er það sama og varð ömmu til bjargar á elleftu stundu I938) sem gerði okkur útlæg árið I940 og svipti okkur borg- araréttindum; mér var meinað um skólagöngu og föður mínum bannað að stunda læknastörf en rétt áður hafði hann starfað sem læknir franska hersins á túnísku vígstöðvunum. Hvorki Frakkland, né Þýska- land, né Alsír: Engin eftirsjá. Þetta er í sjálfu sér lán. Frelsi, óþægilegt, óbærilegt frelsi, frelsi sem neyðir mann til að sleppa sérj hefja sig upp, slá vængjunum. Að vefa fljúgandi teppi. [...] Héléne Cixous. Stríð Norður-Afríka var hrjóstrugt og ilmandi leikhús, salt, jasmín, ang- andi appelsínutré, þar sem leikin voru hrottaleg leikrit. Sviðs- myndin var alltaf stríð, það var einungis skipt um stríðsmynd, og regnboginn yfir bleikum og brún- um hæðunum var blár-hvítur- rauður. Við vorum leikendur í grimm- úðugum þáttum Algeirskviðu; við fæðingu var okkur varpað inn í gróflega skilgreindar her- búðir sem demón Nýlenduveldis- ins hafði mótað. Sagt var: „Arab- arnir"; „Frakkarnir". Nauðug vorum við gerð að leiksoppum falskrar sjálfsmyndar Skopstældar herbúðir. Leikgrímurnar þylja goðsagnabundnar klisjurnar sem undirspil við harðvítugar and- stæður líkt og trumbusláttur í orustum. Kór Frakkanna hrópaði einni röddu að Arabar væru skítugir, latir og þjófóttir ► 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.