19. júní


19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 27

19. júní - 19.06.2000, Blaðsíða 27
Sigrún H. Kristjánsdóttir og Klara Kristín Arndal eru margs vísari að loknu námskeiði um kvennarétt. nauðsynlegt veganesti út í lífið sem kona," segir Klara og Sigrún samsinnir því. Sigrún er ánægð með hve víða var komið við á námskeiðinu. Umfjöllun um mannréttindi kvenna vakti einna helst áhuga hennar Hún hyggst meðal ann- ars nýta sér þekkinguna sem hún aflaði sér um þau efni innan Amnesty International. „Þetta voru líflegir tímar og skemmtilegt að mæta í skólann," segir Sigrún og Klara tekur undir: „Það var léttara yfir þessu en ég átti von á. Eg hafði séð fyrir mér að maður sæti bara undir ein- hverjum lagagreinum og færi út í losti. Þetta var bara afslappað og maður gat spjallað." Sigrún og Klara benda þó báðar á nokkra möguleika til að bæta kennsluna í kvennarétti. Þeim finnst til dæmis tilvalið að fá gesti, frá Stígamótum eða ámóta aðilum, til að flytja fyrir- lestra á námskeiðinu og þætti æskilegt að leggja rannsóknar- verkefni fyrir nemendur til að dýpka skilninginn á efninu. Hvað kom Sigrúnu og Klöru helst á óvart í kvennaréttinum? „Maður gerði sér ekki grein fyrir þessum mikla mun á réttar- stöðu kvenna og stöðu kvenna í reynd," segir Sigrún. Hún segist til dæmis ekki hafa áttað sig á öllu því óréttlæti sem tengist stöðuveitingum og launahækk- unum. Horft framhjá reynsluheimi kvenna Klara segist hafa orðið hálf ótta- slegin að heyra að ekkert lagaá- kvæði tekur beinli'nis á heimilis- ofbeldi og Sigrún tekur undir það. Þeim finnst ástæða til að bæta ákvæði f hegningarlögin sem fjallar sérstaklega um þessa ákveðnu tegund ofbeldis. Þeim finnst líka rétt að fella niður ákvæði hegningarlaga sem heim- ilar meðal annars niðurfellingu refsingar ef kynferðisbrot á sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð. „Þarna er algjörlega horft framhjá reynsluheimi kvenna," segir Klara. Fannst þeim ólíkur bakgrunnur nemendanna skipta einhverju máli? Klara og Sigrún eru sammála um að hinn ólíki bakgrunnur hafi komið skýrt í Ijós i' kennslustund- unum sjálfum. Framan af tjáðu laganemarnir sig lítið sem ekkert, enda ekki vanir því að láta til sín taka í kennslustundum. Kynja- fræðinemarnir létu hins vegar gamminn geisa. Úr muninum dró þó þegar leið á námskeiðið. Klara segir lögfræðilega hluta námskeiðsins oft hafa reynst kynjafræðinemunum svolítið snúinn. „Mér fannst tekið vel á móti okkur en of miklar kröfur gerðartil lögfræðikunnáttu þegar li'ða tók á kúrsinn. Við skildum lagagreinarnar en ekki hugtökin eða hvernig kerfið virkaði," segir Klara. „Þetta er eins og okkur leið gagnvart heimspekihlutan- um," hnýtir Sigrún við. Ég taldi rétt að spyrja Sigrúnu og Klöru að lokum hvort þær teldu óhætt að mæla með nám- skeiðinu. Sigrún mælir óhikað með því að laganemar læri kvennarétt. Hann sé ólíkur flestu því sem kennt er í lagadeild og opni þannig svið lögfræðinnar Klöru finnst hins vegar að meira tillit þurfi að taka til þeirra sem ekki hafa grunn í lögfræði. Að því frá- töldu mælir hún með námskeið- inu. Þær mæla ekki síst með því að strákar kynni sér kvennarétt en telja að líklega þyrfti að breyta nafni námskeiðsins til þess að þeir fengjust til að sýna því áhuga. ■ L 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.