Sólskin - 01.07.1932, Page 11
9
>>Mjá — já — já. Jeg er líka þarfur þjónn,« sagði
kisi. »-Jeg þakka ykkur. börnin mín, fyrir það, að
þið hafið ekki kúldað mig. Jeg er sjálfstæðastur af
öíTum húsdýrunum. Mjer fellur illa, ef' frelsið er
tekið af mjer. Jeg er í ætt við konung dýranra.
Jeg þakka ykkur fyrir, að þið munið eftir aðals-
tign minni og skiljið, að jeg þarf að fá að fara minna
eigin ferða. Af því að þið eruð góð við mig, og hrekk-
ið mig aldrei, sýni jeg ykkur trygð og vináttu,«
Jeg heyri þakkirnar alstaðar að. Undur er rnikið
til af góðu í heiminum, og mikið gætum við lært
af dýrunum að vera þakklát fyrir lítið.
Jeg heyri Búkollu vera að þakka litlu stúlkunni.
»Þú straukst mig og kembdir á hverjum degi í vet-