Sólskin - 01.07.1932, Síða 23

Sólskin - 01.07.1932, Síða 23
21 Fófan. Jæja, við skulum nú hugsa okkur, að við sjeum «11 komin til Þýskalands, þar sem sykurinn verður til. Alt í kringum okkur er marflöt sljetta, og eins langt og augað eygir, er hún yfir að líta líkust geysi- stórum kálgarði. Á einum stað gnæfir hár skor- steinn við himinn yfir lágreista húsaþyrpingu. Litlu lengra sjest á þorpið, — háan kirkjuturn, lág, rauð- leit hús og græna trjálundi. En langt í fjarska lok- •ast sjóndeildin af blárri móðu sljettunnar. — Um alla þessa sljettu er kál og eiginlega ekkert annað en kál. Það vex í röðum, blágrænum og enda- lausum. En aftur og fram um sljettuna liggur net af þráðbeinum götum og gangstígum. Við skulum nú taka upp eitt kálgrasið og athuga það betur. Það er talsvert áþekt rófukálinu okkar, og undirvöxturinn er svo svipaður gulrófunni, að jeg er ekki viss um, nema þið hjelduð, að altsaman væru gulrófur. En þetta eru nú samt engar gulróf- ur. Það eru sykurrófur. Við erum stödd á stórum sykurrófnaakri suður í Þýskalandi, og húsin með stóra skorsteininn eru sykurverksmiðja. Sjáið þið nú blöðin á kálinu, hvað þau eru stór. Sykurinn verður til í blöðunum og svo berst hann •eftir fíngerðum pípum, sem kallaðar eru æðar, nið- ur í rófuna og safnast þar fyrir. Svona gengur nú alt sumarið. Sykurinn verður til í kálinu og safn- ast fyrir í rófunni, þangað til hausta tekur og hún ■er fullþroska. -— Þá kemur uppskeran. —

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.