Sólskin - 01.07.1932, Side 26

Sólskin - 01.07.1932, Side 26
24 Molinn. Áður fyrri þótti púðursykurinn mesta góðgæti og var mikið notaður, en nú þykir hann hvorki ljúf- fengur nje þrifalegur, nema hann sje hreinsaður. Þess vegna er hann fluttur frá sykurverksmiðjun- um, oft langar leiðir, í verksmiðjur, sem gera ekk- ert annað en að hreinsa sykur. Þar er púðursykurinn þveginn vandlega og síaður, og loksins er hann upp- litaður, svo að hann verður hvítur eins og mjöll. — Og þá er púðursykurinn orðinn að strásykri, sem þið þekkið vel. En það var nú annars ekki strásykur, sem við vildum vita um, heldur molasykur. Hann er búinn til þannig, að strásykurinn er steyptur sam- an í stórar hellur, eins og þegar snjór breytist í hjarn. Svo eru hellurnar sagaðar sundur, þvert og endilangt, —- i mola. — Þarmig er sylcnnnolinn til konninn. — Stundum eru steyptir toppar úr sykr- inum, líkt og kerti eru steypt í móti. Þessir sykur- toppar voru algengir áður fyrri. Þeir voru vafðir í þykkan pappír gráan eða bláan og bundið með sljettu, snæri, sykurtoppasnæri, þessháttar snæri þóttu miðlungi góð, og voru það kallaðir prettir, ef þau voru látin óumtalað í ósjeðum snærakaupum. Topparnir voru höggnir með öxi sundur í flísar eða stykki, sem voru klipin sundur í mola með töngum. En sagan af sykurmolanum er ekki fullsögð fyrir þessu. I sykurverksmiðjunni eru molarnir látnir of- an í kassa, sykurkassa, og kössunum er hlaðið sam- an í stóra stafla. En nú er eftir að vita, hvert þeir eiga að fara, hver eigi að fá alla þessa mola.

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.