Sólskin - 01.07.1932, Page 29
27
Hvadan fœr rófan sykur?
Ykkur þykir nú sjálfsagt margbrotin og staglsöm
sagan um það, hvernig sykurmolinn komst frá þýsku
verksmiðjunni til mín. Ojæja, það finst mjer nú
reyndar líka, börnin góð, en eitthvað þessu lík er
nú sagan hans samt. Hann gengur kaupum og söl-
um, eins og fleiri, og hver sem vissi um alla þá, sem
hafa átt hann, hagnast á, honurn — eða tapað á.
honum — sá vissi lengra nefi sínu.
En svo er ennþá eitt eftir um sykurinn, og' það er
þetta: Hvernig varð hann til í sykurrófunni, og úr
hverju? Þessum spurningum getið þið ekki svarað
til fulls, fyr en þið eruð búin að læra vel um jurt-
irnar. Jeg sagði ykkur áðan, að sykurinn yrði til
í kálblöðunum. Núna ætla jeg að bæta því við, að
hann verður þar til úr vatni lofti og sólskini. Já,
vatni, lofti og sólskini. Hann verður til í öllum græn-
um plöntum, grasinu okkar, eins og öðrum, því að
allar plöntur nærast á sykri. Flestar þeirra eyða
jafnóðum, því sem þær afla, en sumar safna þó forða,
meðan þær eru ungar, og geyma hann til þess tíma,
er líf þeirra nær mestri fullkomnun og kostar mest
erfiði, — þess tíma, er þær bera blóm og fella fræ.
En engar plöntur eru jafn geymnar á sykur, eins
og sykurrófan og sykurreyrinn, sem vex í heitu lönd-
unum, —
Þetta er í stuttu máji sagan af því, hvernig sykur-
molinn minn er til kominn og- hvernig hann er til
mín kominn. Þetta er svarið við spurningu hans
sjálfs.