Sólskin - 01.07.1932, Síða 30

Sólskin - 01.07.1932, Síða 30
28 Ný og ný æfivtýri. En það er margt, margt fleira sögulegt við syk- urinn en þetta. — Hann á sjer langa sögu og merkilega í veröldinni. Um hann hafa verið kveðin kvæði, um hann hefir verið barist svo að á hinum hvítu teningum, sykurmolunum, hafa oltið örlög manna og þjóða. Hver sem vissi það, eins og það er, væri nú ekki á hjarni í veraldarsögunni. Svo er aðeins eftir síðasta spurning sykurmolans, til hvers hann sje. Pað vitið þið áreiðanlega öll, börnin góð. Hann er náttúrlega til þess eins að borða hann, því að sykurinn er nærandi fyrir okkur, ekki síður en plönturnar. En jeg ætla að segja ykkur annað. I líkama okkar leysist sykurinn upp og eyðist. Hann brennur og verður aftur að vatni, lofti og krafti, sem kominn er úr skini sólarinnar, — að sólskini. — Pessi kraftur verður í okkur að lífi: áformum, orð- um og gjörðum, góðum eða vondum, eftir því sem við erum menn til að nota okkur þessar gjafir hinnar miklu sólar. Og nú ætla jeg að vona, að þið fáið öll sykurmola eftir þessa sögu mína. Og þá ætla jeg að biðja ykk- ur að hugleiða það, hvers hann spyr ykkui-, — og síðar, hvers aðrir hlutir spyrja ykkur. Pá skortir ykkur aldrei æfintýri og sögur, því að ekkert er dásamlegra en sjálfur veruleikinn. Munið þið það, að sykurinn er orðinn til í græn- um plöntum úr vatni, lofti og sólskini, og meira að segja eldfjöllin eiga sinn skerf í honum. Er þetta

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.