Sólskin - 01.07.1932, Page 39

Sólskin - 01.07.1932, Page 39
37 sagði konan. »Safnaðu brjefunum, Jón litli. Jeg' ætla að sækja sópinn.« Bóndi smíðaði nú sorpka.ssa með vel feldu loki og málaði hann grænan. öllu ónýtu drasli var safn- að í hrúgu í miðjum garðinum og kveikt í því. Það var nú bál sem um munaði. Nágrannarnir komu þjótandi og hjeldu að húsið væri að brenna. En þegar það sá, hvað alt var orð- ið hreint, fólkið garðurinn og húsið, þá skammaðist það sín og hljóp heim og þvoði sjer og hreinsaði heimilin, þangað til alt fólkið, Öll húsin og alt lx>rp- ið var orðið hreint og fágað. »Petta leiddi nú af því, að hann Jón minn var þrifaður í skólanum«, sagði litla konan í litla húsinu. S. A. Brot úr ferðasögu. Við Gráni vorum báðir orðnir sárlúnir. Jeg gaf honum lausan tauminn, og hann lötraði með laf- andi höfuð, snasaði við og við að vikurmolunum. og þræddi dældirnar á milli hraunbungnanna er upp úr stóðu. Stöku sinnum slapp hann í hraungjótu, er sandur og vikur höfðu skeflt yfir. Jeg tók fæt- urna úr ístöðunum og ljet þá lafa. Það var ofur- lítil hvíld í því. Við Gráni vorum tveir á undan. Hitt fólkið var drjúgan spöl á eftir. Stundum sá jeg, hvar það kom og þræddi slóð okkar í sandinum, stundum hvarf það á bak við einhverja hraunbunguna. En þai gerði ekkert. Það hafði slóðina að fara eftir.

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.