Sólskin - 01.07.1932, Side 44

Sólskin - 01.07.1932, Side 44
42 jeg' ekki í vafa um, að þær hafa hoi'fið að mestu, er lengra leið á sumarið. Eftir snjóavetur mun fannir ái Herðubreið ekki leysa fyr en á áliðnu sumri, og ef til vill hverfa þær ekki til fulls alt sumarið; getur þá verið, að til að sjá, virðist jökulbunga hvíla á fjallinu. Þannig mun hugmynd manna um jökul á Herðubreið vera til orðin. Útsýnin var bæði hrikaleg og fögur. Lengst í norðri og norðvestri hvarf hálendið í sandryk og móðu.. Við sáum þó bæði Sellandafjall og Bláfjall all-glögt. Rjett hjá okkur virtist Kollóttadyngja liggja, eins og skjöldur á hvolfi. 1 vestri risu Dyngju- fjöll, stæðileg, en leyndardómsfull. Glitti þar inn í Öskju-op. 1 suðri var bjartara umhorfs. Kverkfjalla- rani seildist í áttina til okkar, svartur og íbygg- inn, en beggja megin við hann teygði Vatnajökull úr sjer svo lgngt, sem augað eygði til austurs og vesturs, hæfilega langt í burtu til þess, að okkur virtist hann bæði saklaus og vinalegur. 1 suðaustri gnæfði Snæfell við himin. En umhverfis Herðu- breið lá hraunið grett og illúðlegt. Hjeðan sást vel, hvernig vikurinn hafði fallið 1875. Gráhvítur litur hans stakk mjög í stúf við kolsvartar hraunbreið- urnar. Er við í nokkra stund höfðum svipast um af fjall- inu, hlaðið vörðu, tekið myndir og gert þær athug'- anir, er föng voru á, hjeldum við aftur sömu leið. Gekk okkur nú alt greiðar en áður. Hittum við sam- ferðafólk okkar um hádegisbilið. Hafði það ekkert

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.