Sólskin - 01.07.1932, Síða 51

Sólskin - 01.07.1932, Síða 51
49 Og það sem er ofan við fjólubláa endann á áttund- inni, bæri okkur nýja og- óþekta liti, sem altaf hafa þó verið til. Nú hafa vísindamenn sannað það skýrt og greini- lega, að skordýr, t. d. maurar, geta sjeð litgeisla utan við hina fjólubláu, geisla sem augu okkar eru blind fyrir. Hvernig þeir líta út fyrir þeirra sjón- um, er okkur hulin ráðgáta. Samt sem áður er gam- an að vita til þess, að til eru lífverur, sem geta skvnjað fleiri nótur en áttundina okkar, — verur, sem eru skygnar á undur og æfintýri heilla ljós- heima, sem lokaðir er mannlegum augum. Kol. Einu sinni voru engin kol til á jörðu nje í. En það eru mörg hundruð þúsund ár síðan það var. Þá var mikill hiti og mikill raki, og þess vegna spruttu miklir skógar. I þessum skógum voru önn- ur trje, en þau sem nú spretta. 1 þeim voru risa- vaxnir burknar og mosar. En þegar þessir skógar stóðu í sem mestum blóma, fór landið, þar sem þeir spruttu, að síga, og það hjelt áfram að síga og síga, þangað til það var kom- ið á kaf í sjóinn og skógarnir allir druknuðu. Vatnið rann ofan hálendið og út í sjóinn, og bar með sjer sand og leðju, sem mokaðist yfir skóginn Sðlskin 1932. 4

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.