Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 18.12.2010, Qupperneq 28
 18. desember 2010 LAUGARDAGUR Góðar konur Í Frá degi til dags í Fréttablað-inu í gær var gerð athuga- semd við grein sem ég skrifaði um ágæti frjálsra félagasam- taka og mikilvægi þess að skatt- leggja þau ekki um of. Þar var dregið í efa að Kvenfélagasam- band Íslands væri gott dæmi um frjáls félagasamtök „sem snerta líf okkar allra“ og því vil ég koma á framfæri frek- ari upplýsingum um ágæti kvenfélaganna. Kvenfélagasambandið er regnhlífarsamtök fyrir 160 kvenfélög og 17 héraðssambönd og fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Á tímabilinu 1995-2005 gáfu kvenfélög um 500 milljón- ir króna, eða um 50 milljónir árlega, til heilbrigðisstofnana. Þar eru ekki talin með fram- lög Kvenfélagsins Hringsins. Hringurinn hefur verið einn stærsti einstaki styrktarað- ili Barnaspítala Hringsins og lyfti þar grettistaki við nýbygg- ingu spítalans. Önnur verkefni sem Hringskonur hafa stutt eru m.a. barna- og unglingageðdeild Landspítala og Sjónarhóll, ráð- gjafarmiðstöð barna með sér- þarfir. Heilbrigðisstofnunin Í Vest- mannaeyjum, minni heima- byggð, væri væntanlega hvorki fugl né fiskur tæknilega eða tækjalega séð ef ekki væri fyrir góðgerðar- og líknarfélög, ein- staklinga og fyrirtæki sem stutt hafa við stofnunina og er þar Kvenfélagið Líkn fremst meðal jafningja. Sama mætti segja um flestar heilbrigðisstofnanir á landinu og veit ég ekki betur en flestir Íslendingar þurfi ein- hvern tímann á lífsleiðinni að leita til heilbrigðisþjónustunnar. Auk alls þessa hafa kvenfé- lagskonur prjónað húfur sem allir nýburar fá að gjöf, og eru þær í ár um 5.000. Þannig held ég að Kvenfélaga- sambandið og kvenfélagskonur snerti líf allra Íslendinga í gegnum gjafir, góðgerðar- störf og fjáröflun þar sem þær standa fyrir erfidrykkjum, sölu á jóla- og minningarkortum, sölu á bakkelsi og hannyrðum og fleiru. Eflaust gætu þær flaggað þessum verkum sínum betur, en sumir vilja einfaldlega vinna sín góðverk í hljóði. Það er sjálfsagt að gera athugasemd við störf okkar stjórnmálamanna, en ég tel að Kvenfélagasambandið og hinar góðu kvenfélagskonur þess eigi ekki skilið að vinna þeirra sé ekki metin að verðleikum af okkur öllum. Kvenfélög Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Eflaust gætu þær flaggað þessum verkum sínum betur, en sumir vilja einfaldlega vinna sín góðverk í hljóði. Því hefur verið haldið fram af Eftirlitsstofnun EFTA að íslensk stjórnvöld hafi mismun- að breskum og hollenskum spari- fjáreigendum í Icesave-málinu. Íslenskar innistæður hafi verið tryggðar upp í topp en aðrar inni- stæður hafi verið ótryggðar. Það er rétt að íslensk stjórn- völd gripu til þeirrar neyðarráð- stöfunar að gefa út yfirlýsingu um að íslenskar innistæður væru tryggðar að fullu til að koma í veg fyrir algert hrun á Íslandi. Því má hins vegar ekki gleyma að íslensk stjórnvöld gripu líka til ráðstafana sem vörðu hags- muni erlendra sparifjáreigenda. Með neyðarlögunum var spari- fjáreigendum í Bretlandi og Hollandi tryggður forgangur að erlendu eignasafni Landsbank- ans. Með þeirri aðgerð virðast breskum og hollenskum spari- fjáreigendum hafa verið tryggðar endurheimtur upp á allt að 90% af þeirri upphæð sem þeir höfðu lagt inn á Icesave, án nokkurrar íhlutunar þarlendra stjórnvalda (miðað við áætlun skilanefndar Landsbankans um endurheimt- ur). Í þessu sambandi verður að benda á að innistæður á Íslandi voru hins vegar aðeins tryggðar í íslenskum krónum og sú trygging var veitt eftir hrun þegar geng- isfall hafði orðið á verðmætum þeirra innistæðna. Mismunandi málsmeðferð er ekki ávísun á mismunun í verð- mætum Sé því haldið fram að mismunun hafi átt sér stað er ekki nóg að benda á að aðilar hafi ekki hlot- ið sömu málsmeðferð. Fyrir dóm- stólum verða Bretar og Hollend- ingar einnig að sýna fram á að þeirra sparifjáreigendum hafi ekki verið tryggð sömu verðmæti og þeim íslensku. Við nánari skoðun virðist það ekki vera raunin. Tökum dæmi: Breti sem lagði 10.000 sterl- ingspund inn á Icesave-reikn- ing í Bretlandi 1. janúar 2008, þegar innlagnir inn á Icesave stóðu í hámarki. Hann ætti nú von á u.þ.b. 9.000 pundum úr þrotabúi Landsbankans vegna íslensku neyðarlaganna. Þessi sparifjáreigandi hefur tapað um 1.000 sterlingspundum og vöxtum á tímabilinu. Þetta væri niðurstaðan hefðu bresk stjórn- völd ekki gripið inn í og greitt Bretanum út innistæðurnar. Berum þetta nú saman við íslenskan sparifjáreigenda sem lagði sömu upphæð inn á reikning Landsbankans í Reykjavík. Hann lagði inn á sparifjárreikning 10.000 sterlingspund sem breytt- ust í íslenskar krónur. Þannig var innistæða hans 1.240.000 ISK 1. janúar 2008. Þessi innistæða hans hefur borið almenna spari- fjárvexti frá þeim tíma og stend- ur nú í u.þ.b. 1.370.000 ISK. Sé litið til verðmætis þessara króna er augljóst að raunverðmæti þeirra í t.d. sterlingspundum eða annarri mynt á EES-svæðinu er langt undir þeim verðmætum sem breskum sparifjáreigend- um voru tryggð með neyðarlög- unum sem gáfu þeim forgang í erlendar eigur Landsbankans. Á núverandi gengi fengi íslenski sparifjáreigandinn t.d. aðeins um 6.600 sterlingspund fyrir krónu- eign sína. Þrátt fyrir ólíka málsmeðferð er ekki augljóst að dómari muni komast að þeirri niðurstöðu að sparifjáreigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið órétti beitt- ir. Enda virðist sem þeim hafi í raun verið tryggð meiri verð- mæti út úr bankahruninu en sparifjáreigendum á Íslandi. Var erlendum sparifjár- eigendum mismunað í raun? Icesave Ólafur Elíasson Eiríkur S. Svavarsson Ragnar F. Ólafsson Jóhannes Þ. Skúlason félagar í InDefence- hópnum Þrátt fyrir að mikið átak hafi átt sér stað í umferðaröryggismál- um landsmanna er ljóst að umferð- arslysum verður aldrei útrýmt, með tilheyrandi eigna- og líkams- tjónum sem þeim fylgja. Líkams- tjón eru mönnum oftar en ekki miklum mun þungbærari en eigna- tjón, enda geta afleiðingar þeirra fylgt mönnum alla ævi. Þegar menn verða fyrir líkamstjóni í umferðarslysum eiga þeir að jafn- aði rétt til þess að fá það tjón sitt bætt. Það er nauðsynlegt að tjón- þolar nýti sér þann skýra rétt sinn, að öðrum kosti verða þeir að sitja uppi með tjón sitt óbætt. Þrátt fyrir að það geti talist hafa verið nokkuð upplýst umræða um þennan málaflokk, virðist enn vera furðu útbreiddur sá misskilning- ur að þegar ökumaður hefur orðið fyrir líkamstjóni í umferðarslysi sem hann á sjálfur sök á, að hann eigi ekki rétt til skaðabóta fyrir tjón sitt, eða jafnvel mun minni rétt. Staðreyndin er hins vegar sú að stór hluti iðgjalds hverrar bif- reiðar fer í slysatryggingu öku- manns og eiganda, en sú trygg- ing gerir ökumann jafn settan og farþega. Því er það alls ekki svo að ökumaður sem er í órétti eigi engan, eða minni, bótarétt ef hann verður fyrir líkamstjóni í umferð- arslysi. Hann á að jafnaði sama rétt og aðrir, nema ef sannað sé að hann hafi valdið slysinu af ásetn- ingi eða stórkostlegu gáleysi. Það er mikilvægt að ekki sé uppi neinn misskilningur um þetta atriði, enda er það mörgum tjónþolanum óheyrilega þungbært að sitja uppi með óbætt tjón á líkama sem þeir hafa orðið fyrir í umferðarslys- um, sem og auðvitað slysum ann- ars konar. Um bótarétt ökumanna í órétti umferðarslys Þórður Már Jónsson lögfræðingur Stór hluti iðgjalds hverrar bifreiðar fer í slysatryggingu öku- manns og eiganda … Íslensk stjórnvöld gripu líka til ráðstafana sem vörðu hagsmuni erlendra sparifjár- eigenda. Jólapappír verð frá 99kr. meterinn* * Fæst í eftirtöldum stærðum: 5m 489kr. 6m 589kr. 10m 989kr. ALLT FYRIR PAKKANA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.