Fréttablaðið - 18.12.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 18.12.2010, Síða 32
32 18. desember 2010 LAUGARDAGUR Þ að er alveg á hreinu að ég geri Reykja- víkurplötu einhvern tíma seinna. En Kópavogurinn skipt- ir mig svo miklu máli, sérstaklega vegna þess að ég bjó þar á þeim árum sem allt var að gerast. Það var tíminn sem ég byrjaði á fullu að rappa og skemmta mér, missti sveindóm- inn og þar fram eftir götunum. Þá fór ég líka að velja fötin á mig sjálfur og kaupa þau og oft þurfti ég að hafa mikið fyrir því. Red- skins og Raiders-húfur voru bara seldar á einum stað, í Frísport á Laugavegi, og þegar maður sá einhvern með svona derhúfu vissi maður að hann var rappari,“ rifj- ar Erpur Eyvindarson, sem einnig gengur undir listamannsnafninu BlazRoca, upp þegar blaðamaður sest niður með honum á kaffihúsi í miðbænum. Hann gaf nýlega út sína fyrstu sólóplötu, KópaCabana, sem hefur notið mikilla vinsælda og fengið frábæra dóma hjá gagnrýnend- um. Eins og nafnið bendir til er platan að vissu leyti óður til hluta landsins sem margir tengja rapp- arann helst við, Kópavog, eða eins og segir í texta titillagsins: „Blaz er Kópavogsbarn, svo sjúgðu þetta drasl. Breytum Kópavogi í Belfast, því við gefum ekki rass.“ Um er að ræða fyrstu stóru plötu Erps síðan Hæsta hendin, sem var samstarfsverkefni hans og Unnars Freys Theódórssonar (U-Fresh), gaf út breiðskífu sam- nefnda sveitinni fyrir jólin 2006. Áður hafði Erpur tryllt íslensk- an æskulýð, og nokkra áhyggju- fulla foreldra í leiðinni, sem með- limur í XXX Rottweilerhundum sem margir telja hápunktinn á íslensku rappsprengingunni sem átti sér stað um og eftir aldamótin síðustu. Þá hefur Erpur einnig verið iðinn við kolann á öðrum sviðum, varð til að mynda landsþekktur sem kjaftfori þáttastjórnandinn Johnny National á Skjá einum og hefur látið til sín taka á mörgum sviðum þjóðfélagsumræðunnar. „Þegar ég er í stuði, vel úthvíldur og í gírnum eins og núna, er ég til í allt,“ segir Erpur. Í mat með Ragga Bjarna og Bjart- mari Blaðamaður hittir á Erp á anna- sömum tíma. Hann er í miðjum klíðum við að kynna nýútkomna plötu og þau nánast óteljandi smáu og stóru verkefni sem slíku stússi fylgja, sem sést kannski best á því að rapparinn þarf að taka sér hlé til að árita tvo diska fyrir fólk á förnum vegi meðan á spjallinu stendur. Annan þeirra fyrir starfs- mann Eimskipa og hinn fyrir Ivan, ferðamann frá Slóvakíu sem þykir mikið til þess koma að rekast á listamanninn í miðbænum. „Þetta er brjálæði, alveg van- gefið,“ segir Erpur aðspurður og sýnir blaðamanni þéttskrifaðar síður fílófaxins máli sínu til stuðn- ings. „Þetta eru endalaus útvarps- viðtöl, þar á meðal eitt við fólk á Bolungarvík, og allar áritanirnar í plötubúðunum. Við fylltum Sjall- ann á Akureyri á laugardaginn, svo spilar Rottweiler á Nasa og ég í Hveragerði, Mosfellsbæ, Selfossi, Keflavík og auðvitað í Reykja- vík líka. Þetta er helvíti þétt. Í kvöld fer ég svo í mat með Ragga Bjarna og Bjartmari Guðlaugs, sem er grjóthart,“ segir Erpur og hlær, en Raggi Bjarna syngur með honum í einu lagi plötunnar, hinu vinsæla Allir fá sér, og sjálfur er Erpur einn af mörgum talsmönn- um Bjartmars-klúbbsins, sem er í raun aðdáendaklúbbur Bjartmars Guðlaugssonar. Þess utan segist Erpur eyða heimiklum tíma við að djöflast á netinu í sömu erindagjörðum, en bróðurpartur markaðssetningar- innar hvílir á hans herðum. „Ég hef gefið út hjá mörgum útgáfu- fyrirtækjum og nánast alltaf stýrt þessu sjálfur, því ég veit að ég kann það best. Ég gæti aldrei markaðssett einhvern engifer- drykk því ég hef ekki trú á slíku, en ég veit hvað platan mín er góð. Það má eiginlega segja að allt lífið mitt sé á þessari plötu.“ Fersk rappsena „Ég man varla eftir annarri eins hittara- plötu,“ segir rapp- arinn og ekki fer á milli mála að hann er stoltur af fyrstu sóló- plötunni, enda hefur hann lagt drögin að henni síðustu fjögur árin eða svo. Af því tilefni hafa margir talað um plötuna, og miklar vinsældir laga á borð við Allir fá sér, Elskum þessar mell- ur, Viltu Dick sem Erpur flytur ásamt hljómsveitinni Sykri og Keyrumettígang, sem skartar meðal annarra R&B-söngv- aranum Friðriki Dór, sem endur- komu ársins. Sjálfur gefur Erpur lítið fyrir slíkar vangaveltur. „Þetta er í raun engin endurkoma, nema kannski á þann hátt að fjölmiðlar eru aftur farnir að sýna okkur athygli,“ segir hann og á við íslenskt rapp eins og það leggur sig. „Við í harða kjarnanum höfum aldrei hætt og það er alltaf jafn gaman hjá okkur. Við erum alltaf með okkar partí og mest „fæn“ frænkurnar okkar megin,“ bætir hann við og hlær. „Þetta er eins og Megas sagði; Stundum rímar það sem maður gerir við fjölmiðla og þá er það bara fínt, en þess á milli mega þeir bara fjalla um Bubba mín vegna og það er allt í góðu.“ Síðustu misserin hafa verið uppi alls kyns spádómar og umræður um dauða íslensku rappsenunnar, en Erpur segir slíkt af og frá. „Senan er fersk, eins og sést líklega best á plötunni minni þar sem þverskurður senunnar fær að láta ljós sitt skína. Þar á meðal er fullt af ungum gyðingum sem eru að gera góða hluti. Ég er með tíu ára gamlan rapp- ara á plötunni, sextán ára lagahöfund og svo mætti lengi telja. Auðvitað ná aldrei allir miklum vin- sældum, en senan er góð.“ Tekur á móðursýkinni Hingað til hefur Erpur helst verið þekktur fyrir að ráðast af hörku, og sumir myndu segja off- orsi, að mönnum og mál- efnum í tónlist sinni og textum. Á KópaCabana kveður við nýjan tón í mörgum lögum þar sem rapparinn gerist per- sónulegri og einlægari en áður hefur þekkst. Í laginu Má ég koma heim, sem Erpur tiltekur sem sitt eftirlætislag á plötunni og vænt- anlega hið næsta sem sett verð- ur í útvarpsspilun, talar hann meðal annars um að partíið sé orðið þreytt, hann sé kominn með leiða, hann geti alveg breyst og hann hati að sofa einn. Enn frem- ur segir í textanum: „Ég bara hata að vera þekktur. Af því að ég er Erpur þá hlýt ég að vera að negla aðrar stelpur.“ „Þetta er alveg glænýtt, ég hef ekkert verið í þessu áður,“ segir FRAMHALD Á SÍÐU 34 Þykist ekki vera annar en ég er ENGIN ENDURKOMA Sumir hafa talað um vinsældir laganna á nýju plötu Erps sem endurkomu ársins. Sjálfur segist rapparinn aldrei hafa farið neitt, heldur séu fjölmiðlar einfaldlega farnir að sýna rappinu áhuga á ný eftir hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Heil sex ár eru liðin síðan Erpur Eyvindar- son, sem einnig gengur undir listamannsnafn- inu BlazRoca, sendi síðast frá sér stóra plötu. Á hinni nýút- komnu KópaCabana, fyrstu sólóplötu hans, eru nokkrir af stærstu smellum ársins. Kjartan Guðmundsson ræddi við rapparann og al- hliða þjóðfélagsrýninn um bransann, móður- sýkina, persónulega textagerð og óskrifaðar reglur í samfélaginu. Það má eiginlega segja að allt lífið mitt sé á þessari plötu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.