Fréttablaðið - 18.12.2010, Side 90

Fréttablaðið - 18.12.2010, Side 90
8 matur HÁTÍÐARKRYDD FRÁ KRYDDVEISLUNNI Krydd- veislan hefur sent frá sér þrjú ný sölt og þrjár nýjar krydd- blöndur. Söltin eru náttúruleg sölt frá Reykjanesi með lágu natríumklóríð innihaldi. Reykjanessaltið er gróft og bragðmikið og minnir frá náttúrunnar hendi helst á haglél og Hátíðarsaltið er blandað lífrænu rauðbeðudufti sem gefur því fagur- bleikan blæ. Sítrussaltið er blandað lífrænum sítrus- berki. Kryddblöndurnar eru Svartur pipar með rósapipar- kúlum, Villibráðar-Espressó krydd með möluðu Kaffi- társkaffi ásamt einiberjum, fennel og úrvali af grænu kryddi. Kalkúnakryddið er hefðbundin kryddblanda með salvíu og fleiri grænum kryddfélögum. Kryddin sex eru bæði seld stök og einnig í gjafa- öskjum. Í einni þeirra er salt og pipar með tveim- ur litlum trébaukum til að hafa við höndina. Jóla- legar uppskriftir fylgja kryddunum, sumar þeirra nokkuð framandi. Á milli hátíða finnst mér gott að snæða eitthvað létt og þá gjarnan úr grænmeti,“ segir Helgi Sverrisson, sem er þekkt- ur fyrir tilþrif við eldamennsku. Hann kveðst hafa sett meðfylgj- andi uppskrift saman úr tveimur. Útkoman er fylltir rauðkálsböggl- ar, steiktar rauðrófur, spínat og sætar kartöflur. Helgi er jólakarl og segir aðventuna núna óvenjulega hjá sér. Hann hafi flakkað á milli skóla og lesið úr bókinni Hrafn- ar, sóleyjar og myrra, ásamt með- höfundinum Eyrúnu Ósk Jónsdótt- ur. Bíómynd eftir sömu sögu verði síðan sýnd í febrúar. „Við höfum hitt krakka um allt land, lesið fyrir þau og spjallað við þau um lífið og tilveruna. Það er bara ekki hægt að gera neitt skemmtilegra.“ Rautt skal það vera Listakokkurinn Helgi Sverrisson, kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur, gaf sér tíma frá upplestri og útbjó hátíðlegan rétt. Rauðkál og rauðrófur leika stórt hlutverk. JÓLAKÁLBÖGGLAR 1 stór rauðkálshaus 250 g hrísgrjón 2 pokar valhnetur 2 dósir af þurrkuðum villisveppum 1 pakki sveppir 2 rauðlaukar ¼ chili pipar 1 tsk. svartur pipar ½ tsk. salt 1 tsk. miso (má sleppa) Byrjið á að sjóða hrísgrjón og leggja sveppina í volgt vatn.Skerið rauðlauk- inn smátt og steik- ið á pönnu, setj- ið síðan sveppina ásamt miso, svört- um pipar, smátt skornum chili-pipar út á pönnuna. Takið blönduna og setjið út í hrísgrjónin ásamt val- hnetunum og þá er fyllingin fyrir bögglana tilbúin. Takið rauðkálið, stingið gafli í hausinn og dýfið í sjóðandi vatn, í mín- útu. Takið upp úr og losið kálblað frá haus- num. Endurtakið átta sinnum, það er gert ráð fyrir tveim- ur kálbögglum á mann. Leggið kál- blað á álpappír og setjið fyllingu ofan á. Pakkið fyllingunni inn í rauðkálsblaðið og vefj- ið álpappírnum utan um. Gufusjóðið kál- bögglana á pönnu í 10 mínútur. RAUÐRÓFURNAR 3 ferskar rauðrófur 5 hvítlauksrif 1 msk. ferskt rós- marín 1 dl balsamedik 2 msk. agave-síróp 1 dl madeiravín eða púrtvín 1 msk. smjör Skerið rauðrófur í litla teninga. Nauðsynlegt að nota hanska. Rauð- rófubitarnir eru steiktir í smjöri, ásamt hvítlauk og kryddi. Síðan er vín- inu, agave-sírópinu og balsamedikinu bætt út í og látið sjóða í 15 mínútur eða þangað til rauðrófurnar eru mjúkar. MEÐLÆTI 10 skalottlaukar 2 sætar kartöflur, stórar 1 poki ferskt spínat klípa af smjöri Skalottlaukarnir eru skornir í tvennt og steiktir á pönnu í ólífu- olíu. Sætu kartöflurnar eru skornar í teninga og bakaðar í ofni við 170 gráður í 30 mín. Spínatið er snöggsteikt í klípu af smjöri. Þegar maturinn hefur verið eldaður er kál- böggullinn settur á disk, spínatinu raðað ofan á hann, þar ofan á eru settar sætu kart- öflurnar, ofan á þær rauðrófurnar (gott að hella smá rauðrófu- safa úr pottinum yfir). Að lokum er skalott- lauknum dreift ofan á bögglana og í kring. JÓLAKÁLBÖGGLAR MEÐ RAUÐRÓFUM, SÆTUM KARTÖFLUM OG SPÍNATI Fyrir fjóra „Við verðum að hafa græna litinn með,“ segir Helgi og bætir meinhollu spínati á diskinn. margt smátt Jólakálbögglar með rauðrófum, sætum kartöflum og spínati. Laufabrauð passar vel með réttinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA A TVEIR NÝIR FORRÉTTIR Ferskar kjötvörur hafa sett á markað nýja línu í forréttum. Um er að ræða sveitapaté með rifsberjahlaupi og hindberjasósu og grafið lambaf- ilet með ferskum kryddjurtum og piparrótarsósu. Í fagkeppni meist- arafélags kjötiðnaðarmanna 2010 unnu báðir réttirnir til gullverðlauna í sínum flokki. Sveitapatéið í flokkn- um Kæfur og paté og lambafiletið í flokknum Hráverkuð vara. Auk þess var sveitapatéið valið besta afurðin úr svínakjöti á þessu ári. JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Veiðikortið fæst á N1 Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.