Fréttablaðið - 18.12.2010, Page 100

Fréttablaðið - 18.12.2010, Page 100
72 18. desember 2010 LAUGARDAGUR Ég fór til geðlæknis í vor sem kom mér á sporið með því að spyrja mjög snemma að því hvort ég tæki lýsi. Lýsi hefur verið framleitt hér á landi frá aldaöðli. Elstu heimildir um það eru frá byrjun 11. aldar. Lúðvík Kristjánsson segir frá því í Íslenskum sjávarháttum að lýsið, sem á 14. öld var ein af helstu útflutningsvörum þjóðarinnar, hafi aðallega verið notað sem ljós- meti auk þess sem það var borið á skinnfatnað og báta til að þétta þá. Undantekning var að taka lýsið inn. Hollusta lýsis kom í ljós í byrjun síðustu aldar. Þá var algengt að lýsi væri framleitt í heimahúsum til heimabrúks. Sem dæmi um notkun lýsis voru kleinur steiktar upp úr hráu óþránuðu lýsi. Þórbergur Þórðarson rithöfundur segir frá því í grein sinni um lifnaðarhætti í Reykjavík að lýsi hafi sömuleiðis verið selt í apótekum í lækningaskyni. Það hafi hins vegar verið verra á bragðið en lýsið sem fólk bjó sjálft til. Snorri Sigfússon, skólastjóri á Akureyri lagði til eftir lestur skýrslu Steingríms Matthí- assonar, héraðslæknis í bænum og sonar þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, um bágt heilsufar barna á þriðja áratug síðustu aldar, að gefa þeim bætiefnaríkan morgunverð. Í lokaritgerð Arnheiðar Jónsdóttur frá Kennaraháskóla Íslands um notkun lýsis síðastliðin 200 ár er tæpt á því að menn hafi velt vöngum yfir því hvernig koma ætti lýsinu í krakkana en gæta hreinlætis um leið. Einhverjum hafi þá dottið í hug að hella lýsinu í bikar og ofan í gapandi barnið án þess að bikarinn snerti varir þess. Það varð ofan á. Snorra gekk treglega að sannfæra yfirvöld um ágæti lýsistöku til að bæta heilsufar barna og varð hún ekki að veruleika fyrr en eftir 1930. Lengi vel eftir það gengu kennarar í barnaskólum landsins á milli nemenda í kennslustofu og helltu þeir lýsinu beint upp í börnin úr könnum. Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna enn í dag hversu bragðvont lýsið var í þá daga. Enn í dag tíðkast að gefa börnum lýsi með morgunmat í leikskólum landsins. Bragðið hefur verið bætt talsvert í gegnum tíðina og þarf því ekki að þröngva drykknum ofan í þau. Lýsis- gjöf í skólum var hætt árið 1956 en þá tóku lýsispillur við. Hollustan þótti vond á bragðið M eðan á meðgöngu dóttur minnar stóð var ég hraust en þegar líða tók á seinni hlutann tók að bera á fyrirvara- verkjum og skilaboðum um að ekki væri allt með felldu,“ segir Anna Þóra Ísfold. Hún var heilsulaus, þreytt á morgnana og þróttlaus á kvöldin. Hún leitaði til lækna og leitaði skýringa eftir að hún fann fyrst fyrir einkenn- um. Þeir tjáðu Önnu að hún væri ein af þessum óheppnu konum sem fá verki á meðgöngu. Að öðru leyti væri hún heilbrigð. Tveimur vikum síðar fæðist dóttir hennar á 31 viku meðgöngu. Anna hefur nú uppgötvað að heilsu- leysi hennar síðastliðin tvö ár og veik- indi dóttur hennar sem fæddist tveim- ur mánuðum fyrir tímann megi tengja miklum skorti á D-vítamíni. Hún vinn- ur að meistaraprófsritgerð í viðskipta- fræðum við háskólann á Bifröst um efnahagslegan ávinning í íslensku heil- brigðiskerfi ef forvarnastarf yrði aukið um virkni og fyrirbyggjandi áhrif D- vítamíns. Veikar mæðgur Anna segist hafa tekið útskýringar lækna gildar á sínum tíma og kenndi utanaðkomandi áreiti um einkennin enda hafði hún gengið með eldri dóttur sína, sem þá var sex ára, tíu daga fram yfir settan fæðingardag. „Ég skellti skuldinni á mig; barnið var að koma, heimilið stórt, áhyggjur af fjármálum og tilraunum til að komast af leigumarkaði í varanlegt húsnæði,“ segir Anna. Þau eru sex í heimili; tveir fullorðnir, dóttir Önnu frá fyrra sam- bandi og tvö systkini manns hennar á táningsaldri sem þau hafa tekið að sér og Anna gengið í móðurstað. Ástandið batnaði ekki eftir að litla stúlkan kom í heiminn. Hún var mikið veik fyrsta árið, þjáðist af magakveisu og sýkingu í öndunarfærum og lungum, sem leiddu til astma. Þetta varð til þess að fara varð með hana að meðaltali fjór- um sinnum til læknis í hverjum mánuði fyrsta árið. Anna Þóra var sömuleiðis léleg til heilsunnar og þyngdist um fimmtán kíló skömmu eftir fæðinguna. „Ég var þreytt, örmagna og ekki eins og ég átti að mér að vera. Ég fór því að banka á dyrnar hjá læknum og óska eftir ítarlegum rannsóknum á mér. Ég fór til geðlæknis í vor sem kom mér á sporið með því að spyrja mjög snemma að því hvort ég tæki lýsi. Ég svaraði því til að ég hefði tekið lýsi þar til ég var sautján ára gömul en lítið snert það síðan ég flutti að heiman. Ég hafi samt verið dugleg að taka fjölvítamín og slík fæðubótarefni og treyst því að fæðan sem ég neyti sjái mér fyrir mikilvæg- ustu næringarefnunum. Geðlæknir- inn sagði það peningasóun að rannsaka magn D-vítamíns í líkamanum, ég ætti bara að byrja að taka lýsi, þetta væri borðleggjandi og breytti því ekki að ég væri þunglynd og betra væri að fara strax á væg þunglyndislyf. Ég var ekki tilbúin til að sætta mig við þetta, var ekki sannfærð um að þetta væri ein- göngu andlegs eðlis og taldi væga dep- urð, þróttleysi, slæmt skammtímaminni og framtaksleysi ekki vera nógu sterk rök fyrir slíkum lyfjum,“ segir Anna. Í stað þess að fara á geðlyf tók hún að lesa sér til um allt það sem hún komst yfir um vægt þunglyndi, slæmt skamm- tímaminni, þreytu og máttleysi. Leitin leiddi hana að umræðunni um D-vítam- ín, ómega-fitusýrur, járn og B-12. Eftir það óskaði hún sérstaklega eftir því að læknar rannsökuðu magn D-vítamíns í blóði hennar. Næstum tóm Niðurstöður blóðrannsóknarinnar bár- ust Önnu í júní og voru sláandi: „Ég var með 25 nmol/l af D-vítam- íni uppsafnað í lifrinni. Það er langt undir viðmiðunarmörkum á Íslandi. Hér er viðmiðunin sú að ef þú ert undir 45 þá ertu ekki með nægan forða og átt á hættu að fá beinkröm og beinþynn- ingu. En samkvæmt þeim vísindamönn- um hér sem hafa rannsakað málið er hins vegar talið vísindalega sannað að gott sé að mörkin séu yfir 70 nmo/l,“ segir Anna, sem spurði heimilislækni sinn hvers vegna hann hafi ekki kannað þetta: „Í mínu tilviki var svar heimilis- læknis til margra ára á ástæðu þess að rannsókn var ekki gerð á D-vítamíni þrátt fyrir ítarlegar blóðrannsóknir, sú að hann taldi mig svo skynsaman ein- stakling að hann gerði ráð fyrir að ég tæki lýsi að staðaldri. Aðra ástæðuna sagði hann kröfuna á heilsugæsluna um sparnað í rekstri. Anna leitaði sér frekari ráða á eigin vegum, nokkuð sem læknum leist ekki vel á. „Ég fæ þá ráðgjöf hjá læknum að æskilegt sé að ég taki inn 1.000 einingar af D-vítamíni á dag. Það er álíka mikið og matskeið af þorskalýsi. En sérfræð- ingar í þessum efnum eru ekki sammála um þetta. Þegar einstaklingar greinist með svona lítið magn D-vítamíns telja þeir æskilegra að hann hlaði sig hraðar með fleiri einingum því við eyðum D- vítamínum úr líkamanum jafnóðum,“ segir Anna og bendir á að búið sé að sýna fram á að 20 til 30 mínútna vera í sól á dag geti hlaðið okkur af 10000 iu einingum af D-vítamíni. Í þá tvo mán- uði að sumri sem hennar nýtur hér á ári hlöðum við ekki inn nægu magni af D- vítamíni til að nýta allt árið um kring. Það sem upp á vantar verðum við að fá úr feitum fiski og með bætiefnum. Mikilvægt bætiefni Anna segir algengan misskilning að D- vítamín eitranir séu algengar. Það þarf gríðarlegt magn af D-vítamíni til að fá eitrun. „Á Íslandi fáum við aldrei nóg af D- vítamíni frá geislum sólarinnar eða með fiskneyslu. Vísindamenn hafa ekk- ert fundið sem bendir til að einstakling- ar á norðlægum slóðum sem hafa tekið inn 10.000 einingar af D-vítamíni í hálft ár hafi fengið eitrun.“ Anna tekur fram að mikilvægt sé að láta mæla gildi D- vítamíns í blóði reglulega ef svo mikið Feiti fiskurinn getur bjargað lífi Anna Þóra Ísfold fann til þreytu og depurðar eftir fyrirburafæðingu fyrir tæpum þremur árum. Þegar geðlæknir hennar mælti með geðlyfi ákvað hún að leita annarra leiða. Hún fann lykilinn að betra lífi í lýsi og feitum fiski. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við Önnu um mikilvægi D-vítamíns fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði. DAGURINN BYRJAR MEÐ LÝSI Anna Þóra Ísfold byrjar daginn á því að gefa börnum sínum eina matskeið af lýsi. Hér er hún með Snædísi Helgu, átta ára. Tæplega þriggja ára dóttir hennar fær jafn stóran skammt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRAMHALD Á SÍÐU 74 TAKTU LÝSIÐ Í Austurbæjarskóla og fleiri barna- skólum landsins á árum áður gekk kennari á milli borða og hellti lýsi beint upp í nemendur sína úr könnu. Lýsið var ekki bragðbætt eins og nú og þótti afskaplega vont á bragðið. Á myndinni sést kennari í Austurbæjarskóla í Reykjavík gefa nem- anda sínum lýsi úr könnu árið árið 1953. FRÉTTABLAÐIÐ/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.