Fréttablaðið - 18.12.2010, Page 120

Fréttablaðið - 18.12.2010, Page 120
92 18. desember 2010 LAUGARDAGUR92 menning@frettabladid.is Bækur ★★ Hið dökka man, saga Catalinu Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson Varnarræða vændiskonu Catalina Mikue Ncogo varð alræmd á einni nóttu eftir að upp komst um umfangsmikinn rekstur hennar í vændisgeiranum snemma árs 2009. Síðan hefur varla linnt fréttum af henni og mætti ætla að það væri að bera í bakkafullan lækinn að gefa sögu hennar út á bók. Höfund- arnir, Jakob og Þórarinn, telja svo ekki vera og segja í eftirmála að vel megi vera að Catalina sé bersyndug kona „en það réttlætir ekki að hún sé beitt þöggun“. (bls. 197) Frásögnin byggist enda mestan part á frásögn Catalinu sjálfrar í beinni ræðu, en inn í er skotið almennri umfjöllun um Mið- baugs-Gíneu, sagt frá dómsmálum á hendur henni og fréttaflutningur af þeim ítarlega rakinn, rætt við nokkra af viðskiptavinum hennar og birtar skýrslur starfsmanna í Kópavogsfangelsinu um aðför annarra fanga að Catalinu. Frásögn Catalinu virðist tekin nánast orðrétt upp af segulbandinu og það verður að segjast eins og er að hún er ekki sérlega góður sögumaður og hefði vel mátt við góðri ritstýringu. Hún veður úr einu í annað og endar einræður sínar oftar en ekki á að skammast út í femínista og kerfið á Íslandi sem af þeirra völdum er svo fjandsamlegt vændi og leggja ítrekaða áherslu á að víst sé hún hamingjusöm hóra. Þegar talið berst að óþægilegum hlutum ber hún ýmist fyrir sig minnisleysi eða fer að tala um eitthvað annað. Oft lendir hún í mótsögn við sjálfa sig og stundum sjá höfundarnir ástæðu til að taka fram í neðanmálsgrein að þetta sé hennar útgáfa af sögunni, aðrir „hagsmunaaðilar“ hafi aðra sögu að segja eða þá að aðrir hafi staðfest að þetta sé rétt hjá henni. Reyndar virðast þeir draga sannsögli hennar svo mikið í efa að þeir sjá ástæðu til að byrja eftirmálann, þar sem þeir útskýra ástæður sínar fyrir skrifunum, á beinni tilvitnun í Catalinu sjálfa: „Við ljúgum. Það er nú það sem við vændiskonur gerum.“ (bls. 195) Þeir félagar Jakob og Þórarinn eru báðir sjóaðir blaðamenn og góðir penn- ar, textinn rennur vel og annað efni en einræður Catalinu er skipulega og vel fram sett. Alltaf er auðvitað spurning hvaða leið á að fara í svona bókum og þessum lesanda hér finnst að kröftug ritstýring hefði verið til mikilla bóta og að það hefði verið skaðlaust að fleiri raddir fengju að heyrast um þetta eilífa deilumál. Hér kemur fátt fram sem ekki er á flestra vitorði fyrir og þeir sem eru í leit að krassandi sögum úr íslenskum undirheimum verða að róa á önnur mið. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Ágætlega skrifuð en frekar daufleg frásögn af lífi einnar alræmdustu konu á Íslandi. Bækur ★★★★ Þór – leyndarmál guðanna Friðrik Erlingsson Friðrik Erlingsson sendi fyrir tveimur árum frá sér bókina Þór í heljargreipum, sem fjallaði um þrumuguðinn ungan. Samhliða bókinni var unnið kvikmynda- handrit og tölvuleikur sem munu eiga að líta dagsins ljós á nýju ári. Nú er komin út önnur bók um Þór, Þór – leyndarmál guðanna, og þótt sagan sé framhald fyrri bókarinnar geldur lesandinn þess í engu að vera ókunnugur eldra verkinu. Í þessari sögu reynir hinn ungi hálfguð að reyna að finna sér sess meðal annarra guða í Ásgarði, en hann er ekki í guðatölu ennþá sökum æsku og vanþroska. Þór þarf að fara nokkrar krókaleiðir að því að verða maður með mönnum og má segja að sagan sé þroska- saga, í besta skilningi þess orðs – bæði Þór og lesandinn hafa breyst í bókarlok. Sögurnar af Þór eru ekki endur- sögn á norrænu goðafræðinni held- ur nýjar sögur af guðunum sagðar með aðstoð þekktra minna úr goð- sögunum. Þetta er bráðsnjöll leið til að vinna með menningararf- inn á hátt sem tryggir ferska og nútímalega sögu sem samt vísar stöðugt í fortíðina, kunnugum jafnt sem ókunnugum til gleði. Refsing Loka er skemmtilegt dæmi um það hvernig gömul saga er poppuð upp. Eiturnaðr- an sem hringar sig yfir honum lætur ekki eitur dynja á andliti hans, heldur er snákurinn smá- mæltur mat- hákur að nafni Smjatti , sem hefur dálæti á úldnum og illa þefjandi mat. Hann slefar síðan linnulítið yfir bandingjann. Munnvatn þess sem hefur nýlega kjamsað á fúleggi er ógeðslegt á miklu skiljanlegri hátt en svolítið eitur, ekki satt? Við upphaf hvers kafla er svart- hvít smámynd eftir Gunnar Karls- son. Myndirnar eru skemmtilega teiknimyndalegar og galgopalegar, eins og sagan sjálf, og eru vel þess virði að rýna í. Sagan er löng – einar 380 síður – og kannski svolítið hæg í gang, en þegar Loki hefur hrint í fram- kvæmd voðalegri ráðagerð sinni hrífst lesandinn með. Fléttan er viðamikil en þó ekki svo flókin að lesandinn missi nokkurs staðar tökin á henni. Sögumaður hefur nokkra írón- íska fjarlægð á allar persónur, sem er hluti skýringarinnar á því af hverju sagan er sein í gang: Það er erfitt að samsvara sig persónu sem horft er á með þeim augum. En eftir æsilegt ferðalag í för með þrumuguðinum hefur lesandinn kannski öðlast svolitla íróníska fjarlægð á sjálfan sig, sem hlýtur að vera hverjum manni hollt. Arndís Þórarinsdóttir Niðurstaða: Allt góða efnið úr goða- fræðinni í nútímalegri sögu. Þrumuguð kemst til manns FRIÐRIK ERLINGSSON „Festival Of Nine Lessons and Carols“ A Christmas Service in English HALLGRÍMSKIRKJA December 19, 2010 at 16:00 Ministers: Reverend Birgir Ásgeirsson Reverend Bjarni Þór Bjarnason Hallgrímskirkja Motet Choir Organist and Conductor: Hörður Áskelsson Sponsored by the U.S. Embassy inReykjavík Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú fyrir jólin. Þetta er átjánda árið í röð sem hópurinn leikur ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós. Ármann Helgason klarinettuleik- ari í kammerhópnum Camerarcti- ca segir tónleikana ómissandi hluta af jólaundirbúningi margra. „Við sjáum sömu andlitin ár eftir ár,“ segir hann. „Fólk hringir í byrjun desember ef við erum ekki farin að auglýsa og spyr hvort það verði ekki ábyggilega kertaljósat- ónleikar. En það bætast alltaf nýir áheyrendur í hópinn, oft fólk sem hlustar ekki alla jafna á klassíska tónlist.“ Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettu- leikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikar- ar, Svava Bernharðsdóttir og Guð- rún Þórarinsdóttir víóluleikarar og Sigurður Halldórsson sellóleik- ari. Fyrstu kertatónleikarnir voru haldnir árið 1993 og hefur hópur- inn haldið fjóra tónleika fyrir hver jól allar götur síðan, alls hátt í 80 tónleika. „Við fundum strax fyrir miklum áhuga hjá fólki og það réðst eigin- lega af sjálfu sér að halda þessu áfram. Ég held að mörgum finnist gott að komast úr jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Tónlist Mozarts er svo léttleikandi en býr um leið yfir mikilli dýpt.“ Að þessu sinni verða leikin tvö verk, kvintett fyrir klarinettu og strengi eftir samtímatónskáld Moz- arts, Franz Krommer og strengja- kvintett W.A. Mozarts KV-174. Að venju lýkur tónleikunum á jóla- sálminum „Í dag er glatt í döprum hjörtum“ úr Töfraflautunni. Ármann segir gaman að fá tæki- færi til að virkja kirkjurnar sem tónlistarhús. „Þær eru svo hljóm- fagrar og hver og ein hefur sín sér- kenni og blæbrigði.“ Spurður hvort hann eigi einhverja uppáhalds- kirkju til að spila í nefnir Ármann Garðakirkju, „Hún er alveg sér á báti, hefur afskaplega fallegan kammerhljóm. En að öðru leyti er erfitt að gera upp á milli þeirra.“ Fyrstu tónleikar kammerhóps- ins verða í Kópavogskirkju á sunnu- dagskvöld; á mánudagskvöld leikur hópurinn í Hafnarfjarðarkirkju; í Garðakirkju á þriðjudagskvöldið 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík á miðvikudagskvöld. Tónleikarnir eru klukkustundar- langir og hefjast allir klukkan 21, nema fyrstu tónleikarnir í Kópa- vogskirkju, sem hefjast kl. 22.30. Aðgangseyrir er 2.000 krónur og 1.000 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. bergsteinn@frettabladid.is Léttir tónar með mikla dýpt CAMERARCTICA Hefur haldið ferna kertaljósatónleika fyrir hver jól allar götur síðan 1993. RÆÐUSAFN ÁSMUNDAR Á BÓK Bókaútgáfan Útúrdúr gefur út bókina Kæru vinir – ræðusafn 2000-2010 eftir Ásmund Ásmundsson myndlistarmann. Bókin er safn ræðna sem Ásmundur hefur haldið við ýmis tilefni undanfarin tíu ár og spanna allt frá fræðilegum úttektum á stöðu myndlistarinnar til tækifærisræðna við opnanir sýninga eða afmæli kollega. Viðar Þorsteinsson ritstýrir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.