Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1984, Page 77

Faxi - 01.12.1984, Page 77
Sigurþór og Jafjamaöurinn sem hann bjargaði. Lánsamur ungur Keflvíkingur bjargaði manni frá drukknun í Tel-Avív Sigurþór Stefánsson var hetja dagsins Annan nóvember sl., daginn eftir að ferðahópur sá er ferðaðist á vegum ferðaskrifstofunnar Flugferðir — Sólarflug, kom til Tel-Avív, var sólskin og blíðu veður, en veltubrim við strönd- ina. bað hamlaði þó hvorki íslend- inga eða aðra ferðamenn né heimamenn að fara á ströndina og kæla sig af og til í sjónum, sem þó var ekki kaldur. Þarna mátti sjá alls konar sjávaríþróttir — sigling- ar, seglbretti, brimbretti og svo að sjálfsögðu sundið, sem þó reynd- ist erfitt vegna brimsins. En í mjúkri sandfjörunni iáta þeir kjarkaðri brimið ekki stöðva sig í æsispennandi ieik við öldurnar og stinga sér eins og endur eða heim- brimar í gegnum löðrandi öldu- falda. Þeir sem hafa minni tækni í dansinum við ránardætur láta sér nægja að veita sér í fjöruborð- inu og horfa síðan á djarfa drengi fljúga eins og fugla í brimlöðri á ölduföldunum með lítið brim- bretti undir fótum. Þennan örlagadag horfðu nokkrir íslendingar á einn félaga sinn drýgja dáð, sem þeir glödd- ust mikið yfir og munu lengi hafa í minni. Utan úr brimgarðinum, milli tveggja skerja, heyrðist neyðaróp. Enginn virtist ætla að sinna því kalli, enda ekki fýsilegt að varpa sér í öldurótið, þar sem hver og einn virtist eiga nóg með að bjarga sjálfum sér. Allt í einu sást í glóhærðan koll brjótast fram gegn boðaföllum. Knálega var sundið þreytt og gæfusamar hendur gripu manninn úr heijar- greipum og tókst að koma honum í fjöruborðið, þar sem hann lá fyrst eins og dauður væri. En brátt færðist líf í hann og upp úr honum kom mikið af sjó, sem of- an í hann hafði farið. Þetta var heimamaður, sjómaður frá Jaffa, sem nú er útborg frá Tel-Avív, en var áður sögufræg hafnarborg. Hann var vanur þessu brimslarki, en fataðist eitthvað vopnaburður- inn við Pósidon sjávarguð. Utsog- ið milli eyjanna var ægilegt og hef- ur það vafalaust fíka lamað kjark mannsins og þrek. Sigurþór hafði einnig sjálfur drukkið sjó og var dálítið dasaður eftir þessa þrek- raun. Varla var meira um annað talað, meðai ferðaféiaganna, það sem eftir var dags og við kvöldverðar- borðið, en þetta afrek. Lítið fór fyrir Jaffamanninum það kvöidið, en í eftirmiðdag dag- inn eftir kom hann til fundar við ferðafélagana, þar sem þeir sól- uðu sig í sandinum og horfðu á sjódýrkendur í síst minna brimi en daginn áður. Hér var hann kominn með Poiaroid myndavél og myndaði iífgjafa sinn í bak og fyrir. Hann kvaðst hafa leitað hans allan morguninn og átti nú ekki nógu sterk orð til að þakka honum lífgjöfina. Hann var sann- færður um að hann mundi hafa farist þarna, ef Sigurþór hefði ekki haft kjark og kraft til að koma sér til hjálpar. Það þarf mikið sálarþrek og yf- irvegun — sjálfsmat og snögga ákvörðun — til að leggja sig í slíka áhættu til að gera björgunartil- raun sem þessa á alls ókunnugum manni. Akvörðun Sigurþórs var á rök- um reist. Hann hafði sálar- og lík- amsþrek til að framkvæma björg- unina. J.T. Óskum Suðurnesjabúum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu. Hafnargötu 62, Keflavík FAXI-333

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.