Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.03.1988, Qupperneq 10

Faxi - 01.03.1988, Qupperneq 10
upp, enda máske ekki furða, því stórrigningin stóð samfellt hátt í 30 klukkustundir án þess að nokkum tíma væri lát á. Það fór því svo, að fresta varð heimför til mánudags, en ekkert gátum við látið vita af okkur því ekki náðist nokkurt samband þó talstöðvar væm með í ferðinni. Aft- ur slógum við upp kvöldvöku og Ferðafélagsmenn flykktust upp til okkar. Á mánudagsmorgninum var að- eins farið að sjatna í Krossá. Var lagt í ána strax og fært var talið. Ekki töldum við þorandi annað en að hafa vatnsfælna jeppann í böndum, og var hann hengdur aftan í einn ,,weaponinn“. Jeppinn reyndist heimfús og heldur léttur á bámnni. Var spaugileg sjón að sjá hann sigla á fleygiferð fram úr „dráttarbátn- um“, með fullum bremsuljósum. Állt blessaðist þó vel þar til komið var að Hvanná, utan það, að bílveij- ar í upphækkuðum Landrover sátu í jökulvatni upp að mitti á leið sinni yfir einn álinn. Hvanná var það ófrýnileg, að ekki var talið þorandi annað en hafa fastan í bílnum spotta sem hægt væri að kasta í land ef þeim hlekktist á. Skipstjórinn á Súðinni (Súðin var frambyggður GAZ með dieselvél, og var pústið leitt í strompi upp fyrir þak) var svo óheppinn að slaki var á „springnum", sem lenti í skrúfunni (drifskaftinu), svo við lá að vélin kæfði á sér. Við þetta snerist Súðin og sigldi á talsverðri ferð niður ána. Risti hún orðið ansi djúpt þegar henni loks tókst að krafla sig upp á bakkann. Eftir þetta óhapp gekk þokkalega, allt að Jökullóninu. Fyrstu bílamir skelltu sér beint út í, og sigldu fimm þeirra niður í stórgrýtið neðan vaðs- ins. Vel gekk þó að ná þeim upp aft- ur en síðan var farið á streng yfir, þannig að allir bflamir vom tengdir saman með dráttarköðlum. Það sem eftir var ferðar gekk áfallalaust en seinfært var og oft þurfti að leita nýrra leiða, því jafnvel sakleysislegustu lækir sem enginn tekur að öllu jöfnu eftir, höfðu bólgnað svo að þeir skildu eftir sig djúpa og tuga metra breiða farvegi. Á einum stað ókum við fram á Volkswagen bjöllu, sem ekið hafði verið yfir smálæk á leið í Þórsmörk og skilin þar eftir. Þar hafði lækur- inn grafið sig rétt að bflnum og svo djúpt, að hægt hefði verið að keyra hann beint á vömbflspall af bakk- anum. Langferðabflstjóri sem kom úr Húsadal og varð okkur samferða niður úr sagðist hafa annast Þórs- merkuferðir í þrjátíu ár, en aldrei fýrr hafa orðið veðurtepptur þar. Björn Stefánsson Fcrö í Vatnsfjörö Skömmu eftir verslunarmanna- helgina 1974 var haft samband við STAKK með beiðni um að taka að okkur sjúkragæslu á útimóti í Vatnsfirði á Barðaströnd síðar í mánuðinum. Var þetta boð þegið, því tekjur vom boðnar allgóðar og bflakaup í farvatninu. Að undirbún- ingi loknum var haldið af stað á fimmtudagskvöldi á yfirlestuðum og lúnum Bens sendibfl. í honum var aðeins eitt sæti fyrir farþega og urðu hinir ellefu að liggja ofan á farteskinu. Þar sem enginn hafði farið þessa leið áður, tók undirritað- ur að sér leiðsögn því þetta er auð- ratað. Er komið var í Dalina vora flestir sofnaðir og sagði ég við öku- manninn, að þegar kæmi að vegi merktum Búðardal æki hann til vinstri og áfram fyrir Gilsfjörð, fór ég síðan að sofa. Er komið var að Búðardalsvegi er ýtt við mér og sagt. „Við emm komin að Búðar- dal, hvert skal aka?“ Til vinstri, segi ég, og sef áffam. Eitt vissi ég ekki, að ekið hafði verið ffam hjá afleggj- aranum og snúið við, svo ekið var um Laxárdalsheiði og sem leið ligg- ur í Hrútafjörð og að Brú. Þar vomm við um átta leytið á föstudags- morgni. Þar urðum við að vekja upp til að fá olíu á bílinn til að hægt yrði að snúa við og halda áfram. Segir ekki af ferðum fyrr en í bröttum brekkum Barðastranda, en þá hafði maður það oft á tilfinningunni að það sér vel, en hana fundum við í öngviti, illa klædda og helkalda, var hún flutt í sjúkratjaldið og eftir langa hríð tókst að koma í hana hita og mat, varð henni ekki meint af. í annan stað hafði einn yngissveinn- inn verið að stunda leikfimi og upp- skar hann allnokkum heilahristing, var hann fluttur á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Af þessum tveim til- fellum töldum er við álitum alvarleg var helgin róleg þó um slatta af smá- skeinum væri að ræða. Áður en far- ið var af stað höfðum við samráð við lækni um hvað væri nauðsynlegt að hafa með og reyndust hans ráð í öllu góð nema einu. Eftir fyrstu nóttina var öll bómull búin. Var sótt meiri bómull á Patró og enn aftur varð að sækja meir. Ástæðan, jú, svo virtist sem margar af yngismeyjunum á svæðinu litu á tjaldið okkar sem birgðastöð fýrir tíðabindi og vom allsófeimnar að biðja um 20-30 cm af bómull. Þó ekki hafi margt alvar- legt komið uppá, má þó segja að þessi helgi hafi verið ein sú besta æfing er félagar í STAKK hafa hlotið bæði í ferðamennsku og hjálp í við- lögum. Nú að 14 ámm liðnum má segja að margt sé gleymt en þó gleymist aldrei hve félagsandinn var sterkur og vel að öllu unnið undir styrkri stjóm Kalla í Duus sem for- stjóra og Ragga bakara sem yfir- lækni. Árni V. Ámi V. Ámason. ekki kæmist bfllinn á leiðarenda, með allt í botni í fyrsta gír á snígil- hraða, en allt hafðist þetta og um sama leyti og þeir komu, sem tíu tímum síðar lögðu af stað vomm við búin að koma okkur fyrir. Útimót þetta sóttu um 2000 ung- menni, vom þau vel flest all þokka- lega útbúin, bæði til fæðis og klæða. En aldrei er það svo að ekki megi gott verða betra, sérstaklega með tilliti til að hitastig fór í -6° á nótt- unni. Var þá ákveðið að alltaf skyldu tveir vera á göngu um svæð- ið til eftirlits. Fyrir eina stúlku kom 98 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.