Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Síða 11

Faxi - 01.03.1988, Síða 11
! Á þessari mynd má sjá hið glœsilega úrval, sem f boði var á kökubasar Kvennafélags Stakks. Hér er búið að II |■ lisaP stilla upp öllum krœsingunum og konumareru tilbún- ar f afgreiðsluna. Ætfð hurfu kökurnar sem dögg fyrir '11 sólu á örskammri stund. Með kökubasarnum og fleiri 1 w fjáröflunarleiðum lögðu konurnar mikið af mörkum ■ . um margra ára skeið. ' V I . Kvennaklúbburinn Við stofnun Björgunarsveitarinn- ar Stakks breyttist í rauninni líf margra fjölskyldna í Keflavík. Orð- inn var að veruleika félagsskapur sem okkur sem næst honum stóð fannst þess verður að ýmsu væri fómandi fyrir. Umræður á þessum heimilum snerust nú sífellt meira um málefni sveitarinnar og ófáar frí- stundir fóru í allskyns félagsstörf og fannst okkur sem heima sátum þetta sjálfsögður hlutur og glödd- umst yfir hverju skrefi sem sveitinni miðaði áfram. Ekki fór heldur fram- hjá okkur vanmáttur sveitarinnar vegna fjárskorts. Þó ýmsir aðilar legðu fram ómetanlegan fjárstuðn- ing, var svo ótaimargt, sem þurfti til að þessi vinnuglaði hópur Stakks- félaga nyti sín. Fannst okkur kon- unum að við gætum kannski orðið að liði með fjáröflun og var hug- myndin að stofnun okkar félags rædd fram og til baka, þar til að framkvæmdum kom og förmlegur stofnfundur var haldinn í húsi Iðn- aðarmannafélags Suðurnesja í Keflavík, fimmtudaginn 6. sept- ember f973. Félagsskapurinn fékk nafnið, Kvennaklúbbur Stakks, og tilgangurinn var fjáröflun til styrkt- ar Björgunarsveitinni. Ekki var fé- lagið eingöngu ætlað eiginkonum Stakksmanna heldur öllum þeim, sem áhuga hefðu á málefninu. Mættar á þennan fund voru 37 kon- ur og ákveðið var að hafa vinnu- fundi á mánudagskvöldum og stefna að jólabasar. Aðstöðu fyrir starf- semina fengum við í Tjamarlundi. Ekki fannst okkur að féiagsskapur- inn mætti höfuðlaus vera, svo stjóm var kosin og hana skipuðu, Hulda Guðráðsdóttir, formaður, Efín Guðnadóttir, varaformaður, Halia Ingólfsdóttir, ritari og Sólveig Þórð- ardóttir gjaldkeri. Eftir fyrsta árið baðst Sólveig undan endurkjöri og var Indiana Jónsdóttir valin í gjald- kerastarfið. Eins og áður var sagt var fyrsta verkefnið jólabasar og mættum við með kaffl á brúsum og síðan var saumað og prjónað af krafti og oft var glatt á hjalla því ýmislegt áttu þessar konur sameig- inlegt. Kom þar fyrst áhuginn fyrir þessu sameiginlega málefni og Björgunarsveitiii Stakkur Bæjarstjórn Njardvíkur sendir sveitinni sínar bestu ánadaróskir á tuttugu ára afmælinu. Vid þökkum jafnframt vaska framgöngu ykkar viö björgunarstörf á liðnum árum. Bæjarstjórn Njarðvíkur FAXI 99

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.