Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1988, Side 27

Faxi - 01.03.1988, Side 27
STAKKSMENN ERL SAMSTILLTLR HÓPUR MÆFILEIKAEÓLKS Það var áhugasamur hópur manna er kom saman í skátahúsinu í Keflavík þann 28. apríl 1968. Þó áhugamálið sem þjappaði mönnum saman til fundar væri eitt og hið sama má hins vegar segja að hópur- inn hafi verið ákaflega fjölbreyttur. T.d. voru þama lögreglumenn, sjó- menn, iðnaðarmenn, verslunar- menn, verkamenn, nemar, slökkvi- liðsmenn, verkstjórar, ljósmyndari (konunglegur), forstjórar, ritstjórar, skrifstofumenn, skátar og fleiri og fleiri. Ur þessum hópi varð svo til Björg- unarsveitin Stakkur. Eg undirritaður var einn í þessum hópi. Var nú hafist handa, því mörg vora verkefnin framundan. Ymis- legt gekk nú á fyrst í stað, enda held ég að enginn okkar hafi haft nokkra reynslu af björgunarstörfum. En við áttum víða hauka í homi því allir voru boðnir og búnir við að aðstoða okkur og fræða. Þar á meðal var Slysavamafélag íslands, Hjálpar- sveit skáta og Flugbjörgunarsveitin. Fljótlega kom í ljós að þessi bland- aði hópur var orðin einstaklega samhent björgunarsveit. Allir vom sem einn í uppbyggingu sveitarinn- ar og hreint ótrúlegt hvað menn lögðu á sig við sköpun hennar. Einnig ber að þakka bæjarsjóði Keflavíkur og sveitarsjóði Njarð- víkurhrepps fyrir góða aðstoð, svo og fyrirtækjum og einstaklingum, sem sýndu sveitinni velvilja. Næstu árin óx sveitin ört og dafn- aði undir formennsku Garðars Sig- urðssonar. Tfel ég ekki á neinn hall- að þó ég fullyrði að Garðar hafi verið aðalburðarás sveitarinnar alla sína formannstíð, sem var 9 fyrstu árin. Þær em margar minningamar, sem koma upp í huga minn þegar ég lít nú til baka yfir 20 ára feril sveit- arinnar. Sérstaklega verða þær þó áleitnastar minningamar frá fyrstu ámnum, eins og t.d. ferð sem farin var út á Reykjanes. Þar skyldi æfa meðferð fluglínutækja o.fl., jafnvel Karl G. Sœvar. bjargsig. Þama sem jafnan áður kom betur og betur í ljós að í sveit- inni vom kunnáttu og hæfileika- menn, hver á sínu sviði, en hæfi- leikamir komu ekki upp á yfirborð- ið nema við ákveðnar aðstæður og vom þeir þá ótrúlega fjölbreytilegir. Einmitt á þessari æfingu hafði kom- ið til tals að kanna getu manna í bjargsigi og viti menn, einn sérfræð- ingur var í hópnum. Það var Her- bert Amason. Var nú útbúinn vaður og kannað hugrekki manna við að síga í björg. Minnir mig að við höf- um byrjað í gjánni út við Sandvík og síðar í Hafnabergi og Reykjanesi. Allir vom skikkaðir til að síga í gjána og það furðulegasta var að enginn lét sinn hlut eftir liggja í því efni, burtséð frá því hvort menn vom lofthræddir eða ekki. En við þetta urðum við, sem einstaklingar og samstillt sveit, reynslunni ríkari. Seinna átti þessi kunnátta eftir að koma okkur vel. í því sambandi minnist ég t.d. samæfingar nokkurra sveita, sem haldin var í Saltvík og vomm við þar þátttakendur. Þama var m.a. áætl- að klifur og sig í björgum með slas- aðan mann í bömm. Við Stakks- menn tókum að okkur þetta verk- f efni og tókst það allt stórslysalaust og engum varð meint af, nema ef til vill þeim ,,slasaða“ sem í bömnum var. Ég held að hann hafi verið nokkra daga að jafna sig. Ýmiss konar fjáraflanir hefur Stakkur haft í gegnum árin. í því til- efni má nefna sjúkrapokasölu, flug- eldasölu, auk þess sem staðið hefur verið fyrir torfæmaksturskeppnum o.fl. Einni svolítið sérstakri fjáröflun man ég eftir. Þannig var að halda átti útisamkomu vestur í Vatnsfirði um verslunarmannahelgi. í þessu tilfelli tók Stakkur að sér heilsu- og sjúkragæslu og að mig minnir öryggisgæslu líka. Allstór hópur Stakksfélaga fór vestur, sumir með maka og böm. Úr þessu varð bráðskemmtileg og eftir- minnileg ferð, en því miður er hún nú glötuð dagbókin, sem haldin var á meðan mótið stóð yfir. í dagbók- ina vom skráð öll tilfelli, sem komu til kasta þeirra er í sjúkratjaldinu störfuðu. Sem betur fer komu ekki fyrir nein alvarleg tilfelli, en mörg allspaugileg. í einstaka tilfelli reyndi á lækniskunnáttu Stakksfé- laga, sem brást ekki ffemur en flest annað, þegar á hefur reynt. Björgunarsveitarstarfið hefur skapað með félögum trausta vináttu sem eflir og styrkir tryggðabönd. Ekki síst þess vegna lítum við stofnfélagamir ávallt á okkur sem sanna Stakksmenn, þó þungi starfsins hvíli nú á yngri mönnum. Kannski hefur það svolítið nagað mig og sjálfsagt fleiri að hafa fjar- lægst ungu mennina eins mikið og raun hefur á orðið. Á hinn bóginn má segja með sanni að styrkur 20 ára bjöigunarsveitar fellst ekki hvað síst í því að í sveitina komi ungir menn til að halda uppi merkinu. Nú á tímamótum þakka ég Stakksfélögum holl og góð kynni um leið og ég áma björgunarsveit- inni okkar alls velfamaðar. — Einu sinni Stakksmaður alltaf Stakks- maður. Karl G. Sœvar STAKKUR 20 ÁRA Við óskum öllum Suðwmjabúum im sumars Útvegsbanki íslands hf. HAFNARGÖTU 60 KEFLAVÍK FAXI 115

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.