Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1988, Page 28

Faxi - 01.03.1988, Page 28
Mulda var í fyrsta hópnum sem settist til náms við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og þar tók hún stúdentspróf. Var síðan sem „au pair“ 4 mánuði í Luxemborg. Að því loknu var hún þrjú ár við nám í Iðnskólanum í Reykjavík, þar sem hún lauk sveinsprófi í kjóla- saum. Síðan þá hefur hún m.a. starfað í Fríhöfninni á Keflavíkur- flugvelli, lært frönsku í Sviss og gætt barna í Frakklandi. Hún hefur alltaf haft sérstakan áhuga á Frakklandi og fór þangað í skóla- ferðalag að afloknu sveinsprófi. Ég lagði fyrst þá spurningu fyrir Huldu, hvað hefði leitt til þess, að hún hóf nám við Studio Bercot. Ég held satt best að segja, að þetta hafi lengi blundað í mér og eftir að hafa tekið sveins- prófið, þá má segja að þetta hafi verið eðlilegt framhald. Var erfitt að fá inn- göngu í skóiann? Nei í sjálfu sér ekki. Skólinn er einkaskóli með um 120 nem- endum og þar hefur alltaf verið tekið inn ÞAÐ ERU BLÓM ÚT UM ALLT“ í París hefur að undanförnu dvalið við nám ung stúlka úr Keflavík, hulda Georgsdóttir að nafni. Faxi kom nýlega að máli við hana og leitaði frétta af dvöl hennar. Hulda er að nema fatahönnun og saekir skóla er heitir Studio Bercot og er sá skóli mjög viðurkenndur á sínu sviði. Mulda Georgsdóttir er tuttugu og átta ára gömul. Mún er fædd á Akranesi, en tíu ára gömul fluttist hún til Keflavíkur með foreldrum sínum sem eru Georg Elíasson og Fanney Sigurðardóttir. Tvo yngri bræður á hún, þá Elías og Georg. 116 FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.