Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Síða 29

Faxi - 01.03.1988, Síða 29
mikið af útlendingum. Ég held, að það að ég var frá Íslandi, hafi ráðið miklu. Ég þurfti nú samt sem áður að taka inn- tökupróf og jafnframt að sýna, hvað ég hafði áður gert á þessu sviði. Og inn fór ég. Hvernig fer kennslan fram i skóla sem þessum? Fyrstu vikuna var okkur kennt allt um lit- rófið og meðferð lita. Við vorum látin kynna okkur tískuna og tísku- stefnur. Fljótlega varð þó kennslan mjög frjálsleg og við fengum að vinna mjög mikið sjálfstætt. Allir nemendur verða að byggja upp eigið safn (kollektion) mismunandi fatnaðar. Er það þá baeði teikningar og fullgerður fatnaður. Eitt af þvi sem við gerum mikið af, er að kynnast verkum þekktra hönnuða. Þá gerum við teikningar sem eiga að sýna þá eiginleika sem að okkar áliti eru einkennandi fyrir hvern og einn. (Sjá meðfylgjandi teikn- ingu). Það er ekki bara fatnaðurinn sem tekur breytingum, þegar tískan breytist. Framsetningin breytist líka. Módelin tekist upp á þessum sýningum? (Þessi spurn- ing kallar greinilega fram skemmtilegar minningar hjá Huldu, þvi hún fer að skellihlægja). Dómarnir sem ég fékk á fyrstu sýningunni voru þeir, að mín föt væru sveitaleg og púkaleg. Ég hafði nefnilega m.a. leitað fanga í eldri bókum, og i samræmi við það sem ég nefndi áðan, þá voru módelin sem ég var að hanna föt á ekki lengur i tisku. Þetta var lærdómsríkt mjög, en hefur þó lagast og ég er ánægð með, hvernig mér hefur gengið. Hvað annad tilheyrir þessu námi? Okkur er gert að fara mikið á söfn, sækja kvik- myndahús og leikhús, vera innan um fólk, skoða verslanir og margt fleira. Við erum í raun stöðugt með hugann við okkar viðfangsefni. Hvað tekur svo við ad loknu námi? Þá kem ég heim, þar er engin spurning. Ég vonast auðvitað tii að geta unnið við mitt fag og ég held að það séu töluverðir möguleikar á því. Ég gæti t.d. vel hugsað mér að vinna fyrir sjónvarp eða leikhús. Ad lokum, Hulda. Hvernig er Parisartískan i dag? Mjög skemmtileg. Flún er fýrst og fremst rómantisk. Jakkar eru innsniðnir og pilsin stutt. Og mikið er notað af alls konar skreyt- ingum, sérstaklega blómaskreytingum, það eru blóm út um allt. sem sýna fatnaðinn breytast einnig. Það er því nauðsynlegt að geta gert sér grein fyrir öllum atriðum sem skapa tískuna á hverjum tíma. Hvað er þetta langt nám? Námið stendur yfir í tvö ár, og á síðara árinu vinnum við mikið fyrir sýningar sem haldnar eru á vegum skólans. Hvernig hefur þér FAXI 117

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.