Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 31

Faxi - 01.03.1988, Blaðsíða 31
tök fengu ræðumenn úr undirbún- ingsstjóminni til að kynna gang mála. Fyrirtæki og sveitastjómir á Suðumesjum tóku erindi undir- búningsstjómarinnar fyrir á fund- um sínum. Þannig fékk starf undir- búningsstjómar mikla umfjöllun og athygli. Stofnfundur var síðan haldin 29. nóvember 1987 í Glaumbergi, Keflavík. Tilgangur félagsins var samþykktur: að kaupa fiskiskip, gera þau út frá Suðumesjum og landa afla þeirra þar til sölu. Að stofnun félagsins stóðu mörg hundmð einstaklingar, flest sveita- félög á Suðumesjum, fiskvinnslu- og útgerðarfélög, ásamt mörgum fyrirtækjum úr öðmm atvinnu- greinum og margir velunnarar Suðumesja-svæðisins annarsstaðar af landinu. I fyrstu stjóm félagsins vom kosn- ir Jón Norðfjöró, framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Suðumesja, sem á fyrsta stjómarfundi tók að sér stjómarformennsku. Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þor- bjöms hf, Grindavík, varaformað- ur. Viðar Halldórsson, skrifstofu- stjóri Saltsölunnar hf, Reykjavík, ritari. Meðstjómendur vom, Sig- urður Garðarsson, framkvæmda- stjóri Voga hf, Vogum og Guðmund- ur Ingvarsson, forstjóri Garðskaga hf, Garði. Varamenn í stjóm vom kosnir Birgir Guðnason, málara- meistari, Keflavík og Sigurbjöm Bjömsson, fulltrúi hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og ná- grennis, Keflavík. Löggiltur endur- skoðandi fyrir félagið var kosinn Endurskoðunarmiðstöðin N. Mancher hf, Keflavík. Félagslegir endurskoðendur vom kosnir Logi Þormóðsson og Karl Njálsson. Staðan eftir Qóra mánuði Nú þegar þetta er skrifað fjórum mánuðum eftir stofnun félagsins hafa verið keypt tvö hefðbundin vertíðarskip til félagsins. Eldeyjar- Boði, GK 24, sem áður hét Boði GK 24, frá Njarðvík og Eldeyjar-Hjalti KE 42, sem áður hét Vöttur SU 3, frá Eskifirði. Skipin vom keypt í janúar og hafa því verið í útgerð hjá félaginu í rúma tvo mánuði. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Bragi Ragnarsson, 36 ára Súðvíkingur og menntaður útgerðartæknir. Verið er að leggja síðustu hönd á innheimtu hlutafjár stofnfélaga, en frestur til að skrifa sig fyrir hlutum í félaginu er til 1. maí 1988, svo enn er tæki- færi til að gerast stofnfélagi. Framgangur fyrirtækis með jafna stutta sögu og raun ber vitni segir meira en nokkuð annað um þann góða hug og skilning sem stofnun þess hefur mætt. Mörgum atvikum og aðilum sem vert væri að minnast Þess/ mynd var tekin á stofnfiindi Eldeyjar, en hann var haldinn í Glaumbergi 29. nóvember 1987. Upphafsmenn að stofnun Eldeyjar hf. mœttu á fjölda funda til að kynna málið. Hér er ÍMgi Þormóðsson á fundi þar sem verið var að rœða við sveitastjórnarmenn o.fl. á, hefur verið sleppt í þessu stutta ágripi, enda stiklað á helstu atrið- um er komu í hugan við skriftina. Margir hafa verið með okkur frá upphafi, án þess að mikið bæri á. Auk þingmanna kjördæmisins, hafa sveitastjómarmenn og ýmis þjónustufyrirtæki greitt götu félags- ins með liðveislu og skjótri þjón- ustu. Tíminn frá því að hugmyndin um Eldey hf. kom fram og þar til nú sýnir okkur, svo ekki verður um villst, að Suðumesjamenn geta lyft Grettistaki ef þeim sýnist svo. Eiríkur Tómasson, Logi Þormóðsson, Sigurður Garðarsson Drög að stofnsamningi fyrir Út- gerðarfélagið Eldey hf. Undirritaðir, sem hafa ákveðið að stofna útgerðarfélag á Suðumesj- um, gemm hér með svohljóðandi stofnsamning: 1. gr. Nafn hlutafélagsins er Útgerðarfé- lagið Eldey hf. Heimili þess og vamarþing er í Gullbringusýslu. 2. gr. Tilgangur félagsins er að kaupa fiskiskip, gera þau út frá Suðumesj- um og landa afla þeirra þar til sölu. 3. gr. Hlutafé félagsins skal vera kr. 100.000.000,-, eitthundrað milljón- ir króna. Einstakir hlutir skulu vera að fjárhæð kr. 10.000,-, 50.000,-, 250.000,- og 500,000,-. Heimilt skal að greiða hlutafé með jöfnum árlegum greiðslum, bundn- um lánskjaravísitölu í desember 1987 á 5 ámm. Hluthafar skulu hafa forgangsrétt að aukningarhlutum í samræmi við innborgað hlutafé. 4. gr. Frestur til að skrifa sig fyrir hlutum í félaginu skal vera til 1. maf 1988. Stofnfundur félagsins skal hald- inn fyrir 1. desember 1987. 5. gr. Hlutabréf í félaginu skulu gefin út á handhafa. Engar hömlur em lagð- ar á meðferð hlutabréfa í félaginu. Engin sérréttindi fylgja neinum hlutum í félaginu. Hluthafar em ekki skyldir að þola innlausn á hlut- um sínum. 6. gr. Félagið greiðir ekki annan stofn- kostnað, en lögboðin skráningar- gjöld og fyrir lögfræðilega aðstoð við stofnun þess. 7. gr. Stofnfundur kýs félaginu stjóm og endurskoðendur ffam til fyrsta að- alfundar sem haldinn skal á árinu 1988. Aths. Endanlegum stofnsamningi munu fylgja drög að samþykktum fyrir félagið. Keflavtk, 7.10. 1987 FAXI 119
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.