Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1988, Síða 32

Faxi - 01.03.1988, Síða 32
STAKKUR 20 ÁRA f SJÓBJÖRGIN MEÐ FLLGLÍNLBJÖRGLNARTÆKJUM Eitt af allra erfiðustu atriðum við björgun manna úr sjávarháska hefur verið að koma björgunar- taug út í skip, sem strandað hefur á grynningum fjarri landi. Áður en fluglínutækin komu til sög- unnar, töpuðust ótalin mannslíf, af því að ekki reyndist mögulegt að koma bjarglínu milli lands og skips, við hinar ólíklegustu að- stæður. Nú er skylda að hafa flug- línubyssu í öllum skipum hér á landi. Slysavamarfélag íslands hefur komið upp fluglínutækjum hjá öllum sínum deildum víðsveg- ar í kringum landið. Björgunar- sveitin Stakkur hefur svo til frá stofnun, haft með fluglínutæki S.V.EÍ. að gera og haldið margar æfingar, bæði einir og með Eldey í Höfnum og á námskeiði sem Hannes Hafstein hélt fyrir okkur með æfingartæki sem S.V.F.Í. hef- ur til kennslu og upprifjunar. Hér á eftir fer lýsing á búnaði þessum. Búnaður: 1. 4 stk. speedline línubyssur, hver þeirra hlaðin eldflaug, skoti og skotlínu. 2. Merkjabyssa ásamt merkja- skotum sem eru 3 rauð, 3 græn, 3 hvít. 3. Líflína, 120 fáðma löng, 24 mm sver. Eftir henni er stóllinn dreginn. 4. Tildráttartaug, 2x120 faðma löng, 12 mm sver. Segul- naglar eru hafðir á línunni á tveimur stöðum og er hún splæst saman svo hún myndi eina heild. Á henni er einskorin blökk sem nefnist halablökk sem þrædd er uppá tildráttar- taugina áður en hún er splæst saman. Áfastur við hana er fest- ingarhali a.m.k. tveir faðmar að lengd. 5. Strekktalía, 20 faðmlög, með tveimur tvískornum blökk- um og stoppara. 6. Björgunarstóll sem þrædd- ur er upp á líflínu. 7. Klúði. 8. Knapphelda. 9. Þrífótur með opnanlegri blökk. 10. Festingarankeri og stroffur. 11. IVeir belgir eða flotkútar. 12. TVær brimtaugar 10 faðma langar eða lengri (eftir aðstæð- um). 13. Spjald með leiðbeiningum (fast við halablökk fyrir sjó- menn). Þetta er það helsta yfir búnað. Hvemig er staðið að fram- kvæmd sjóbjörgunar með flug- línutækjum þegar komið er á strandstað? Stjómandi byrjar á að meta allar aðstæður og gera sér grein fyrir hvemig best verði að björgun stað- ið. Hafi skipið strandað á flóði og áhöfn ekki í yfirvofandi lífshættu, er oft skynsamlegast að bíða þar til lækkar í sjó og aðstæður til björgunar verða betri. Sérstak- Óli Hrafnsson. Óli Kristinn segir til um notkun fluglínu. Myndin er tekin á œpngu í Helguvik. Hér var verið að prófa flotgalla sem fenginn var að láni hjá Erlingi KE 45. lega á þetta við ef skipið er í sand- fjöru. Hafi skipið strandað í stór- grýti eða klettum verður oftast að framkvæma björgun tafarlaust, séu mannslíf í hættu, að mati stjómanda. Svo vel takist að fram- kvæma slíka sjóbjörgun þarf minnst 12 menn sem skipta með sér verkum. Stjómandinn velur hæfasta manninn í hvert skipti til að meðhöndla línubyssu. Skyttan og aðstoðarmaður: Hlutverk þeirra er að skjóta línu til hinna nauðstöddu sjómanna, til þess nota þeir línubyssu af speedline gerð sem er f öllum bát- um nú til dags. Línubyssa af þess- ari gerð er meðfærileg, fyrirferða- lítil og einföld í notkun. Aðstoðar- maður skyttu festir skotlínu í halablökk. Þegar skotmaður er klár til að skjóta, gefur stjómand- inn skipbrotsmönnum merki. Þegar skotmaður hefur fram- kvæmt skotið draga skipbrots- menn tildráttartaugina til sín. Á meðan á þessu stendur gera aðrir björgunarmenn hinn hlutann af búnaðinum kláran, það er að segja líflínu, þrífót og björgunar- stól. Þegar skipbrotsmenn hafa náð blökkinni á tildráttartauginni og fest hana tryggilega á hag- kvæmlegan stað, þar sem hlaup- arinn er greiður og aðstaða er til þess að festa líflínuna ofan við, gefa þeir merki til björgunar- manna að tildráttartaugin sé tryggilega fest svo þeir geti ffam- kvæmt næsta stig björgunarinnar. Björgunarmenn hnýta þá líflín- una í tildráttartaugina með tvö- földu bragði, réttara er að hnýta í tildráttartaugina vindmegin. Gæta skal þess að þegar líflína er hnýtt í tildráttartaug, skal vera laus endi fyrir skipbrotsmenn á líflínu minnst 2 faðmar svo þeir geti gengið frá líflínu án erfiðleika um borð hjá sér. Um leið og skip- brotsmenn gefa merki um að líf- línan hafi verið tfest hnýta björg- unarmenn tildráttarlínu í björg- unarstólinn. Hnýtt skal í báðar stroffumar á stólnum, síðan er líf- línan sett upp í blökkina á þrífæt- inum og blökkinni tryggilega lok- að. Líflínan er síðan strekkt eins mikið og skynsamlegt þykir. Þeg- ar strekkt hefur verið með hand- 120 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.