Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.03.1988, Qupperneq 34

Faxi - 01.03.1988, Qupperneq 34
Mikilvægi skyndihjálparinnar Skyndihjálpin er vafalaust einn af mikilvægustu þáttunum í starfi björgunarsveitar. Ekki síst sveitar eins og BSV. Stakkur sem starfar í nálægð við áhættusvæði eins og flugvöllinn. Skyndihjálp er með því fyrsta sem nýliðar læra og þekkingunni er stöðugt viðhaldið með endurtekn- um námskeiðum og æfmgum, þar sem sett eru á svið slys, af ýmsum stærðargráðum. Kennslunni mætti líkja við tölvu- forritun. Upplýsingum er dælt inn í í heilabú nemendanna og þar eru þær geymdar, þar til á þarf að halda. En þá er oft eins og menn geti útilokað allt annað en skyndihjálp- ina og þeir færustu fara jafnvel að vinna eins og tölvur þ.e. þeir greina orsökina, tengja hana einkennun- um og veita viðeigandi skyndihjálp, en vita jafnframt upp á hár hvað af- leiðingar það muni hafa. En sem betur fer verða sjaldan stórslys í líkingu við þær æfingar, sem Stakksfélagar hafa tekið þátt í. Því þar eru oft tugir manna slasaðir. Þó verður þekkingin að vera til staö- ar, því þekking eyðir ótta og ef hana vantar, getur það haft afdrifaríkar afleiðingar, þar sem mínútur skipta máli og hver maður verður að vera starfi sínu vaxinn. Þjálfun nýliða Skv. nýrri reglugerð er eitt af skil- yrðunum fyrir inngöngu nýliða í sveitina að þeir hafi lokið námskeið í skyndihjálp. A hverju ári er boðið upp á slíkt námskeið og er sveitin sjálfri sér næg með kennara. (Flestir með réttindi frá Björgunarskóla Landsamb. hjálparsveitar skáta). Grunnámskeið í skyndihjálp eru nú 20 kennslustundir, en meira er lagt upp úr verklegri kennslu, en í námskeiðum fyrir almenning. Ný- liðarnir læra m.a. að: — TVyggja öryggi á slysstað. - Veita lífbjargandi fyrstu hjálp. - Kalla til hjálp og tilkynna um slys. — Veita almenna skyndihjálp, þ.e. búa um sár og draga úr kvíða og vanlíðan hjá hinum slösuðu. — TVyggja öryggi og þægindi meðan á flutningi stendur. - Þekkja þau hjálpargögn og tæki, sem alltaf fylgja með í útköll. En til að festa þessa þekkingu enn betur í minni og gefa félögunum innsjm í framkvæmd skyndihjálpar í stórslysum, eru af og til haldnar ,,slysaæfingar“. Stakkur hefur m.a. tekið þátt í árlegum samæfingum Landsambands hjálparsveita skáta, en þar reynir bæði á leitartækni og skyndihjálp. Með þessu móti hafa félagarnir getað aflað sér mikil- vægrar reynslu. Reynt er að hafa æfingarnar sem allra líkastar raunveruleikanum. M.a. eru útbúin gervisár úr tilbún- um plastsárum, kindablóði og öll- um mögulegum aðskotahlutum. Einnig eru sjúklingarnir málaðir með þekjulitum eftir því sem við á. Leikararnir reyna síðan af fremsta megni að líkja eftir slösuðum, og tekst sumum svo vel upp að manni rennur kalt vatn milli skinns og hör- unds. Tilgangurinn með öllu þessu um- stangi er tvíþættur, annarsvegar læra hjálparmenn að beita skyndi- hjálp í aðstæðum sem eru eins líkar raunveruleikanum og mögulegt er. Þeir þurfa því að tryggja öryggi á slysstað, framkvæma skyndihjálp og meta forgangsröðun sjúkling- anna líkt og um alvöru slys væri að ræða. Því reynir ekki síður mikið á skipulag og stjórnun á slysstað. Minsvegar lærist þeim sem leika sjúklinga að koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við þá. Þ.e. leikararnir fá að kynnast þeirri tilfinningu að liggja, ,stórslas- aðir“ á víðavangi. En það ætti að kenna þeim að gleyma aldrei að hugsa út í vörn gegn kulda og sál- ræna skyndihjálp. Með tímanum lærist mönnum því að taka ællngum eins og um fúlustu alvöru væri að ræða og læra þar af leiðandi mun meira. Sigrídur Kristin Sverrisdóttir 122 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.