Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1988, Page 35

Faxi - 01.03.1988, Page 35
Nýhygging Stakks við Iðavelli. Húsnœðið er ca 350 fm. að stœrð. Þorsteinn Marteins- son, þáverandi for- maður Stakks, flytur vígslurœðu nýja Stakkshússins. Góðir gestir í vfgsluhdtíð. STAKKUR 20 ARA Það var á aðalfundi ’81 sem fyrst var ákveðið að kanna möguleika á nýju húsi fyrir sveitina, en eftir að hún hafði eignast tvo bíla og snjó- sleða var orðið verulega þröngt á Berginu. Var stjóm falið að kanna þessi mál og má segja að hún hafi farið sér hægt í þessu máli, en menn vom misjafnlega spenntir fyrir þessum hugmyndum sem von var. Það fyrsta sem skoðað var vom teikningar frá Vélsm. Héðni en þeir höfðu selt tveimur björgunarsveitum stálgrindarhús. Þann 13. jan. ’82 skeður það svo að þakið fykur af húsi sveitarinnar og verða þá mikla vangaveltur um nýtt húsnæði, sem endaði með góðu þaki á gamla húsið og fleiri endur- bótum, en þó skoðuðum við eitt hús sem var til sölu í Básnum. Næst var það að sótt var um lóð og fengum við hana í apríl ’83. Var það Grófin 16c sem var uppá tvær hæðir um 270 fm. hvor. Þótti mönnum þetta nokk- uð stórt sem von var en Bergið er ca. 160 fm. Kom upp hugmynd um að sjómannadagsráð fengi hluta af neðri hæð og hefði það sennilega geta gengið. Sótt var um niðurfell- ingu gatnagerðargjalds og fengum það ásamt teikningum í okt. ’83. Það er svo í jan. ’84 að hugmynd um kaup á Iðavöllum 3 kemur inn í myndina og fara þá hlutimir að ganga hraðar fyrir sig. Kom strax í ljós mikill áhugi fyrir þessu húsi og var nú farið að kanna hvemig hægt væri að kljúfa þetta fjárhagslega, en það var eins og margt annað við þessa ffamkvæmd okkar að það leistist farsællega. Á síðasta stjómarfundi fyrir aðal- fund í febr. ’84 ákvað stjómin að leggja til við aðalfund að keypt yrði húsnæði fyrir sveitina að Iðavöllum 3 og var það samþykkt. Hiisið er upp á tvær hæðir samtals 350 fem. og fengum við það fokhellt en þó fullfrágengið utan. Það tók um tvö ár að klára húsið og til gamans má geta þess að útkeypt vinnulaun vom innan við 20.000 kr. Formlega var það tekið í notkun í febr. '86. Þess ber að geta að þetta mikla átak björgunarsveitarinnar hefði ekki gengið svona vel ef ekki kæmi til góð- ur stuðningur. Bæjarbúar hafa ávallt tekið fjáröflunum sveitarinn- ar mjög vel, svo og ýmsir aðrir og eiga þeir miklar þakkir skildar. Þórir Ólafsson NVJA níisiÐ FAXI 123

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.