Faxi - 01.03.1988, Qupperneq 38
um næstu árin. Allt í einu snaraðist
hann út úr bflnum og upp á klöpp-
ina og fór að sigta þetta út. Ég sé
hann ennþá fyrir mér í gallabuxum
á skyrtunni með uppbrettar ermar
með eldspýtu í munnvikinu. Þetta
var stællinn í þá daga og ekki var
verra að vera vel skítugur á höndun-
um. Og svo bara ók hann upp með
stæl. „Rosalegt". Árið eftir kom
Rúnar á Willys Overland diesel og
auðvitað í köflóttri skyrtu með upp-
brettar ermar og stal bikamum af
Harta. Það er í fyrsta og eina skiptið
sem diesel-bfll vinnur keppnina hjá
okkur. Þegar Rúnar fór grasbrekk-
una fengu menn að sjá 100% sam-
spil manns og bfls. Þama kom
diesel-sleggjan akandi upp brekk-
una á engum hraða og þegar vélin
var komin niður í núll snúning var
skipt niður af slíkri snilld að bfllinn
fór ekki tommu afturábak. Að sjá
svipinn á köllunum. Þeir áttu ekki
orð. Ég fattaði það ekki fyrr en
löngu seinna, að í þeirra huga var
það ekki Willys Overland sem var
að vinna keppnina heldur Dodge
Weapon diesel. Svo var það sjopp-
an, auðvitað varð að hafa sjoppu.
Alveg lágmark að þeir sem svindl-
uðu sér inn fengju að eyða pening-
unum í sjoppunni.
Fyrstu árin var sjoppan bara gam-
alt hermannatjald. Það lagaðist eins
og annað með ámnum. Eiginkonur
karlanna sáu fyrst alveg um sjopp-
una. Þær vom í þessu af lífi og sál
með köllunum. En þær heimtuðu
kamar. Því var reddað í snarhasti
með öðm hermannatjaldi. Þetta
varð að vera í stfl sjoppan og klóið.
Tjaldkamarinn var bara settur upp
í þetta eina skipti því hver má vera
að því að pissa í miðri mynd? Það
var margt spaugilegt sem skeði í
sjoppunni. Eitt sinn gleymdust öll
áhöldin heima. Þá varð að snapa
vasahnífa og önnur tól af áhorfend-
um til að unnt væri að koma tómat
og sinnep á pulsumar. Ef pulsumar
klámðust, sem oft skeði, vom bara
brauðin seld á okurverði, tóm, en
auðvitað með sinnepi. Tómatsósan
var löngu búin. Eitt sinn var þó af-
gangur af tómatsósunni. Það gekk á
með skúmm og einhverra hluta
vegna kom gat á tjaldþakið fyrir of-
an tómatsósukrukkuna. Hún er víst
í þynnra lagi þetta árið, en það náðu
allir um „pulsu með öllu“ og þeir
fengu eitthvað rigninguna með. Al-
vöm ,,sörvis“í
Aðeins einu sinni hefur orðið að
fresta keppni um eina viku vegna
veðurs.
Það vom ein átta vindstig og aus-
andi rigning. Ekki hundi út sig-
andi, en þó hringdi einn ofan af
Akranesi kl. hálf tólf og sagðist vera
að leggja af stað, hvort það yrði nú
ekki ömgglega keppni þó að það
væri smá rok. Það vantaði ekki
áhugann þar.
Uppúr 1973 fór ég að taka skugga-
myndir af jeppakeppnum Stakks og
tók reglulega eina filmu næstu tíu
árin. Þetta safn á að vera til í fómm
sveitarinnar og væri gaman að
skoða á fimmtíuára afmælinu.
Við höfum verið lánssamir í þau
nítján ár sem við höfum haldið
jeppakeppnir og aldrei hafa orðið
slys á fólki. Veðurguðimir hafa ver-
ið okkur hliðhollir og vonandi verð-
ur svo um ókomin ár.
Jeppakeppnin hefur verið snar
þáttur í starfi sveitarinnar og von-
andi verður hún það áfram til
ánægju fyrir okkur og aðra.
Guðmcmn Héðinsson