Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.03.1988, Qupperneq 53

Faxi - 01.03.1988, Qupperneq 53
KÖRFUKNATTLEIKUR Komu þá Falur, Brynjar og Matti í leikinn og stóðu sig með prýði. Síð- ari hálfleikur var mjög jafn til að byrja með, en þegar staðan var 64—62 fyrir ÍBK, þá setti ÍBK í hæsta gír og hreinlega stakk Hauk- ana af. Á síðustu mínútunum gekk allt upp og sigurinn var í höfn — 83-67. í síðari hálfleik kom Albert Ólafsson mikið við sögu hjá ÍBK. Hann er nýlega farinn að æfa með meistaraflokk, en þann tíma sem hann var í leiknum nú lék hann sem þrautreyndur leikmaður. Var sér- lega góður í vöm og hélt ívari algjör- lega niðri. Þama er á ferðinni mikið efni sem við munum væntanlega sjá mikið til í framtíðinni. Þáttur Jóns Kr. Gíslasonar var kapítuli útaf fyrir sig. Ég efa að hann hafi leikið betur í annan tíma. Hann lék allan leikinn af sama krafti og hraða. Hann ógnaði mjög vel í sókninni og átti mörg gullfalleg gegnumbrot sem gáfu körfú. Sókn- inni stjómaði hann af miklu öryggi og þvílíkar sendingar sem hann gaf. Alls skoraði hann 18 stig, en 21 stoð- sendingu átti hann sem gáfu rúm- lega 40 stig. Síðari leikurinn fór fram í Hafnar- firði sunnudaginn 10. apríl. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdi liði sínu og var mikið fjör á áhorfendapöllun- um. Áttu menn von á því, að IBK myndi fylgja eftir góðum sigri og komast þannig beint í úrslitin. Ekki gekk það nú upp. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og lauk honum þann- ig, að Haukar höfðu skorað 41 stig, en ÍBK 39 stig. ívar Webster lék nú mun betur í liði Hauka og var nærri einráður í fráköstum. Munar nú um minna. Haukar juku strax við for- ystu sína í seinni hálfleiknum og þó IBK tækist oft að nálgast þá, þá vom Haukamir mun sterkari í lokin og leiknum lauk með sigri þeirra - 85-69. Æsispennandi úrslita- leikur í Keflavík Þriðji leikur ÍBK og HAUKA fór fram í Keflavík þriðjudaginn 12. febrúar áhorfendur fjölmenntu á leikinn, alls um 800 manns. Leikur- inn var jafn og spennandi allan tím- an. ÍBK tók strax foiystu og hélt henni fram á síðustu sekúndur leiksins, þegar Haukum tókst að jafna 72-72. Var munurinn mestur um 10 stig. í framlengingunni hélt ÍBK einnig forystu fram á síðustu mínútu. Staðan var þá orðin 79-78 ÍBK í vil. Þá skoraði Pálmar Sigurðsson þriggja stiga körfu fyrir íslandsmeistarar í 3. flokki karla og 2. flokki kvenna Undanfarin ár hafa Suðumesjamenn verið höfuðvígi körfuknatt- leiksins. Lið UMFN hefur verið íslandsmeistari í mörg ár og lið ÍBK hefur ávallt verið þar skammt á undan. Þá hefur lið UMFG staðið sig með miklum ágætum. í kvennaflokki hafa öll þrjú liðin staðið sig mjög vel, en þó lið IBK sínu best. í yngri flokkunum er hið sama upp á teningnum. Öll eiga þessi lið á að skipa frábæra yngri flokka. Þegar þetta er ritað, þá er lokið keppni í nokkmm flokkum. 2. flokkur karla hjá ÍBK varð Bikarmeistari og þeir urðu aðrir í keppninni um íslandsmeistaratitilinn. 3. flokkur karla hjá ÍBK og 2. flokkur kvenna hjá ÍBK urðu báðir íslandsmeist- arar. UMFN urðu meistarar í 2., 1. og öðlingaflokki karla. Sannarlega ffábær árangur. íslandsmeistarar ÍBK í2. fl. kvenna. íaftari röd frá vinstri: Jón Kr. Gíslason, þjálf- ari, Bylgja, Elínrós, Soffía, Hilma, Skúli Skúlason, formadur KKKRK. ífremri röd: Sunneva, Karen, Eva, Jana og Kristín. fslandsmeistarar IBK í 3. ftokki. Aftari röð: Skúli, Guðbjörn, Birgir, Nökkvi og Hólmgeir. I fremri röð: Öli, Starri, Guðni og Sigmar. Hauka og leiknum lauk þá með því að Haukar sigmðu 81-79. UMFN í úrslit Hið ágæta Uð UMFN sá til þess að Suðumesjamenn eiga sína fulltrúa í úrslitum í Úrvalsdeildinni. UMFN og Valur unnu sinn hvora leikinn í undanúrslitunum og því var þriðji leikurinn leikinn í Njarðvík þann 13. apríl sl. Leikurinn einkenndist af sterkum leik Vals Ingimundarsonar, sem sannaði rétt einu sinni, að hann er besti körfuboltamaður landsins. ísak og Helgi vom einnig mjög sterkir og er Helgi sérstaklega dug- legur undir körfunum. Lið Vals átti ekki það góðan dag, að þeir ættu möguleika á sigri. Lokatölur urðu þær, að UMFN skoraði 81 stig en Valur 71. Að vanda fylltu áhorfend- ur Ljónagryfjuna. Verður gaman að fylgjast með UMFN í úrslittmum gegn Haukum, en við leyfum okkur að spá UMFN sigri einn ganginn enn. ÍBK - ÍS 55-32 Meistaraflokkur kvenna í ÍBK lék fyrri leik sinni gegn ÍS í undanúr- slitum bikarkeppninnar fimmtu- daginn 14. apríl s.l. Þessi leikur var sá fjórði í vetur sem þessi lið hafa leikið innbyrðis og hefur IBK unnið tvo hina fyrri og ÍS einn. Leikurinn var frekar jafn framan af, en smátt og smátt tóku Keflvíkingamir leik- inn í sínar hendur. Staða í hálfleik var 26-17 fyrir ÍBK, en leiknum lauk síðan með sigri ÍBK 55 stig gegn 32. Anna María Sveinsdóttir skoraði 21 stig og var hún stigahæst. Verður að telja möguleika ÍBK mikla til að kornast í úrslit. Njarðvík gjörsigraði Hauka Fyrsti leikur Hauka og UMFN í úrslitum Úrslitakeppni Úrvalds- deildarinnar fór fram í Njarðvík þann 15. aprfl s.l. Hér syðra höfðu flestir veðjað á UMFN í þessum leik, enda fór það svo, að þeir unnu auðveldan sigur. Vom lokatölur leiksins á þann veg, að UMFN gerði 78 stig og Haukar 58 stig. Bestu menn leiksins vom Valur Ingi- mundarson í UMFN og Pálmar Sigurðsson úr Haukum. FAXI 141

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.