Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 7
IÐUNN ]ón A. Hjaltalín skólastjóri á Möðruvöllum. ]ón A. Hjaltalín er fæddur 21. marz 1840 á Stað í Súgandafirði. Faðir hans var Andrés, síðast prestur í Flatey á Breiðafirði, Hjaltason prófasts á Stað í Stein- grímsfirði d. 1842, Jónssonar prófasts á sama stað d. 1810, Sveinssonar prests í Hvammi í Norðurárdal d. 1752, Guðlaugssonar bónda í Staðarsveit, Tómassonar. Kona séra Andrésar og móðir Hjaltalíns var Margrét Asgeirsdóttir bónda á Rauðumýri á Langadalsströnd, Asgeirssonar. Kona Hjalta prófasts var Sigríður Guð- brandsdóttir prests á Brjánslæk, Sigurðssonar. Kona ]óns prófasts var Guðríður ]ónsdóttir lögréftumanns á Háafelli, Vigfússonar. Kona séra Sveins var Helga ]ónsdóttir prests á Stað á Olduhrygg, ]ónssonar pró- fasts í Belgsdal, Loftssonar, Arnasonar, Péturssonar, Loftssonar, Ormssonar, Loftssonar ríka Guttormssonar. Eins og sjá má, voru það sterkar ættir er að Hjaltalín stóðu, enda var manninum ekki fisjað saman. Hjaltalín kom í lærða skólann 1855 og útskrifaðist þaðan 1861 með I. einkunn. Síðan gekk hann á Presta- skólann og lauk þar prófi 1864, einnig með I. einkunni Þann 23. maí 1863 kvæntist hann Guðrúnu Margrét. ISunn XI. 1

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.