Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 11
IÐUNN
Jón A. Hjallalín.
5
lín annar þeirra, en hinn enskur rithöfundur. Fóru suo
leikar að Englendingurinn hlaut embættið. Mun þjóð-
ernið hafa ráðið þeim úrslitum.
Hjaltalín hneigðist snemma að trúarkenningum Swe-
denborgs. Mun þetta hafa ráðið mestu um, að hann
vildi ekki gerast prestur í íslenzku þjóðkirkjunni. Hann
gekk í söfnuð Swedenborgsmanna í Edinborg og pré-
dikaði oft í kirkju þeirra. Trúhneigður var Hjaltalín alla
æfi, eins og vænta má um slíkan alvörumann.
Frá því Hjaltalín kom að Möðruvöllum helgaði hann
skólanum krafta sína, alla og óskifta. Enda var hér ærið
viðfangsefni, því sjaldan mun hafa verið stofnað til skóla
af minni fyrirhyggju en einmitt Möðruvallaskólans. En
þar sem þessi skóli, þrátt fyrir ill húsakynni, fjárskort og
forsjárleysi þings og stjórnar, varð engu að síður merki-
legasta alþýðufræðslustofnun íslands á síðari tímum,
þykir hlýða að segja hér dálítið frá skólahaldinu á
Möðruvöllum. Nú fer Möðruvellingum senn að fækka,
og væri æskilegt að einhverir þeirra vildu semja ítar-
lega lýsingu af skólalífinu á Möðruvöllum fyrir alda-
mótin síðustu.
Norðlendingar höfðu jafnan unað því illa, er hinn
forni Hólaskóli var lagður niður, og jafnskjótt og Alþingi
fékk fjárveitingarvald fóru þeir fram á, að skóli yrði
settur á stofn á Möðruvöllum. Hið fyrsta löggjafarþing,
1875, veitti fé til þess að undirbúa málið og 1877 var
samþykt frumvarp um að stofna skólann, og skyldu þar
einkum kend búvísindi, og skólastjórinn vera búfræð-
ingur. Þessi lög fengu staðfestingu konungs 14. des.
1877, en var breytt með lögum 7. nóv. 1879. Var þá
minni áherzla lögð á búfræðiskensluna, og skólastjóri
ekki skyldaður til að vera búfræðingur, en annar kenn-
ari skólans skyldi vera það, Eftir þessu átti skólinn að