Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 14
8 ]ón A. Hjaltalín. IÐUNN sér kol og olíu frá Englandi, hefði skólinn orðið að hætta fyrir jól á fyrsta ári sínu. A fyrstu árum skólans gekk margt í brösum. Til dæmis viðskifti brytans við pilta. Hið alkunna mafarmál. Þetta var afar-eðlilegt, því allir voru svo ókunnugir skólahaldi, en hver vildi halda fast fram sínum rétti. Hjaltalín mun lítt hafa blandað sér í þessi mál. Um nokkurt skeið rak hann búskap á hálfum Möðru- völlum, en ekki gekk það vel. Var það álit héraðs- manna, að hann hefði gott skyn á búskap, en kona hans var gersamlega frásneydd öllum skilningi á íslenzkum sveitabúskap. Hjaltalín hafði fengið annan og ólíkan undirbúning undir skólastjórastöðuna, en flestir stéttarbræður hans hér á landi á síðustu öldum. Þeir hafa sótt mentun sína til Kaupmannahafnar og tekið þar próf í einhverri vís- indagrein. Hjaltalín hafði ekkert próf, nema frá Presta- skólanum, sem ekki var nein sérleg vísindastofnun í þá daga, og hann var alls ekki hálærður maður eftir skiln- ingi vorra tíma, þó hann væri einkar víðlesinn og marg- fróður. En hann hafði dvalið langdvölum meðal Eng- lendinga og vistin þar hafði mótað hugsunarhátt hans. Það er ekki undarlegt þó Hjaltalín kæmi vel saman við Englendinga, því hann skildi manna bezt sterkustu taug- arnar í lundarfari þeirra, viljaþrekið og drengskapar- kröfurnar. Honum var tíít að brýna fyrir nemendum að þeir ættu að breyta eins og enskir »gentlemenn«. En þótt Hjaltalín væri enskmentaður, var hann þó rammíslenzkur í aðra röndina1)- Forn í skapi og skoð- 1) Einn lærisveinn hans og vinur sagði eitt sinn við hann, að þrátt fyrir alt, sem hann hefði lært í Englandi, væri hann þó eig- inlega vestfirskur hákarlaformaður. Hjallalín þótti gaman að þessu og hélt því á lofti, enda er nokkur sannleikur í þessu fólginn.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.