Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Síða 16
10
Jón A. Hjaltalín.
IÐUNN
Þeir voru vanalega komnir frá sveiiaheimilum og vanir
sfrangri vinnu, en höfðu brennandi löngun til að afla
sér fróðleihs. Þessum mönnum var vitanlega gott að
stjórna, þó þeir stundum væru nokkuð háværir og hver
vildi af kappi halda fram sínum málsstað, eins og títt er
um Islendinga. En Hjaltalín hafði líka framúrskarandi
stjórnarhæfileika. Hann þurfti sjaldan að vanda um við
lærisveina sína. Það var eitthvað í svip hans, sem var
þess valdandi, að menn hlýddu honum skilyrðislaust.
Mér er það minnisstætt, að oft voru tuttugu eða þrjátíu
piltar í áflogum á göngum skólans, en ef við heyrðum
þunga og hæga fótatakið skólameistarans, þá sló öllu í
þögn. Það var nóg að menn vissu, að hann var nálægur,
þá urðu jafnvel verstu óróaseggirnir stiltir.
Hjaltalín var mannþekkjari mikill og var fljótur að
sjá hvað í mönnum bjó. Hann gat verið harður og
óvæginn við þá menn, er ekki voru að hans skapi, en
yfirleitt treysti hann á drengskap pilta og bar traust til
sannsögli þeirra. Hann trúði jafnan orðum þeirra og var
ekki laust við, að sumum bætti það um of, en þess
verður að gæta, að það var ekki meðfæri ungra manna,
að standa frammi fyrir Hjaltalín og segja ósatt. Til þess
var svipur hans of harður og strangur. Ekki tók hann
hart á yfirsjónum pilta, og ef þeir sögðu honum satt og
rétt frá málavöxtum, var fyrirgefningin vís. Sannsögli og
drengskap unni hann öllu öðru fremur. Enginn hlutur
var honum fjær skapi, en að vera að gefa Iærisveinum
nótur og athugasemdir. Honum var það auðvitað metn-
aðarmál, að lærisveinar hans stæðu sig vel, en þó munu
þeir menn oft hafa verið honum kærastir, sem ekki voru
mestu námsmennirnir.
Það var sagt um Hjaltalín, er hann andaðist, að hann
hefði ekki bundið námið við ákveðið blaðsíðutal, heldur