Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Síða 21
IÐUNN
Jón A. Hjaltalín.
15
þeir hefðu ekki verið samtímis á Möðruvöllum, mundi
skólinn hafa fengið annan blæ.
Hjaltalín var meðalmaður á hæð, en þrekinn og sam-
anrekinn og karlmenni til burða. Hann var vel limaður,
handsmár og fótsmár, en varð ofholda með aldrinum.
Hann var sviphreinn og mikilúðlegur, fasteygur og
nokkuð kuldalegur í viðmóti. Mynd sú er hér fylgir var
tekin af honum árið áður en hann andaðist. Hann unni
íþróttum og allri karlmannlegri atgervi. Einkum voru
það hinar fornu íslenzku íþróttir, sem hann dáðist að,
en litla trú hafði hann á útlendum íþróttum og eink-
um á leikfimi, og taldi hana óþarfa nýjabrum. »Væri
nær að fara í glímu, en vera að þessu hoppi«, sagði
hann eitt sinn. Hann var íhaldssamur í þessu, eins og
mörgu öðru.
Hjaltalín var oftast alvörugefinn og fámáll. Stundum
jafnvel kaldur og lítt aðlaðandi, en í aðra röndina var
hann þó gleðimaður mikill, og sló ekki hendinni við
gæðum lífsins. Hann var gestrisinn og hafði yndi af að
sitja að samdrykkju með kunningjum sínum. Þó var
hann ekki drykkjumaður og vanrækti aldrei störf sín af
þeim ástæðum. Hann var hestamaður mikill. Átti jafnan
góða reiðhesta, og ól þá upp sjálfur.
Fremur var hann einmana maður, að minsta kosti
hin síðari ár æfi sinnar. Hann sóttist lítt eftir vináttu
annara, og átti fáa vini, en var tryggur sem tröll, þar
sem hann tók því. Honum líkaði illa tápleysi og veik-
lyndi og hataði allan losarabrzg í hverju sem hann lýsti
sér. Hann var ákveðinn íhaldsmaður í skoðunum og fór
ekki dult með það. Taldi hann sér það til gildis. Þetta
átti þó ekki við alstaðar. í stjórnmálum var hann frjáls-
lyndari en margir samtímamenn hans. Hann var þjóð-
rækinn og einlægur ættjarðarvinur, en eins og vænta