Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 24
Sonarbætur Kveldúlfs. /. Ungur var í öllum háttum einrænn maður Skallagrímur. Háði engar hjörvaglímur, hafði föng í allra sáttum. Dvaldi mjög við dvergasmíði, djarfastur til stórra verka. Átti móti Úlfi sterka afl — en skorti Þórólfs prýði. Þórólf hafði vísir vegið, vaskastan af Noregs sonum. Faðir sárt — en samt að vonum sonarvígið hafði fregið. Úlfi hitna hjartarætur, harm sinn út í myrkrin kallar: „Lokuð sund í áttir allar, engin hefnd né sonarbætur!“ Knúðu loksins konung finna Kveldúlfs niðja horskir frændur. Reiður að jwi ráði hændur rekkur greip til vopna sinna. Wígaramma viðu álma valdi tólf með fasi köldu. Báru allir breiða skjöldu, bitur sverð og þunga hjálma.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.