Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 29
IÐUNN Andinn írá Worms og örlög hans. 23 legt og háskasamlegt, að breyta á móti röddu sam- vizku sinnar*. Þessi orð Lúthers eru þess valdandi, að dagur sá, þegar þau eru töluð — 18. apríl — hefir verið nefndur fæðingardagur hinnar lútersku kirkju. I því heiti liggur viðurkenning þess, að í þeim orðum birtist þungamiðja hins lúterska boðskapar. Það eitt, að þau eru töluð, er talinn merkilegri atburður, heldur en þegar játningar kirkjunnar eru samdar og samþyktar, merkilegri en þegar fyrsta lúterska kirkjudeildin er sett á stofn eða fyrsta guðsþjónustan fer fram að lúterskum sið. Og það sem gefið hefir þessum orðum gildi sitt, það er boðskapur þeirra um rétt einstaklingsins. Það er sú kenning, að ekkert vald sé það til, sem samvizka manns- ins geti eða megi vera undirgefin. Frammi fyrir vold- ugustu höfðingjum heimsins stendur minsti smælinginn í heilögum rétti sínum með að hugsa og álykta og boða þær skoðanir, sem samvizka hans býður honum. Talið er, að aldrei hafi þessi kenning komið fram í glæsilegri mynd en í orðum Lúthers í Worms. Þau eru töluð í fullkominni uppreisn og augliti til auglitis við tvær vold- ugustu stofnanir Norðurálfunnar. En á bak við orðin er ekkert vald annað en vald heilagrar sannfæringar í brjósti einstaklingsins. En það er sitt hvað að dázt að orðum eða skilja þau til hlýtar, og enn eitt að breyta eftir þeim. Sumum finst, að illa hafi það setið á lútersku kirkjunni að kenna fæðingu sína við þá stund, þegar þessi umræddu orð eru iöluð. Henni hefir verið fundið það til foráttu, og það með miklum rétti, að hún hafi ekki látið sitt eftir liggja með að binda fjötrum sérhverja viðleitni til frjálsrar hugsunar, en áskilið viðurkendum kenningum sínum einkarétt á sannfæringu barna sinna. Hér verður reynt

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.