Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Qupperneq 33
ÐUNN
Andinn frá Worms og örlög hans.
27
og samvizku og þrá hans að leita sannleikans. Þeir líta
svo á, að einnig gagnvart biblíunni hafi maðurinn ekki
að eins rétt heldur einnig skyldur til að velja og hafna,
gera mismun góðs og ills og greina hismi frá kjarna.
Þeir hafa sett biblíuna öðrum ritum ofar fyrir þá sök,
að hún öðrum ritum fremur benti mönnunum á göfugar
hugsjónir til að lifa fyrir, varpaði eldi í sálir þeirra, vekti
þá til umhugsunar og hjálpaði þeim til að leita raka um
æðstu hugðarefni mannsandans. En þeir hafa einnig litið
svo á, að biblían, eins og önnur rit, væri að einhverju
leyti bundin við sinn tíma og langt væri frá því, að þar
væru allir staðir jafnir að lífsgildi, Þeir hafa talið sjálf-
sagt, að hún bæri með sér heimsskoðun þeirra tíma,
sem hún er rituð á, þar af leiðandi kenni mótsagna í
henni, þar sem rit hennar eru frá ýmsum tímum. Sumir
þeirra hafa meira að segja fullyrt, að þar væru staðir,
sem væru langt frá því að hafa fegrandi og betrandi
áhrif á lesendur, þar sem þeir vitni um lágt siðgæðisstig
og ófullkomna guðshugmynd. Þeir hafa talið það helga
skyldu mannsins að gagnrýna þessa bók, til þess að
hann geti sem bezt skilið hana, og greint frá þá staði
hennar, sem lítils eru virðir, og þó einkum til þess, að
hann geti enn betur gert sér grein fyrir fegurstu stöð-
um hennar, því dýpsta í hugsun, göfugusta í lífsskoðun
og háleitasta í guðshugmynd. Þeir líta svo á, að biblían
megi ekki drotna yfir manninum, heldur vera æðsti ráð-
gjafi hans í andlegum efnum.
I hvorum þessara flokka er Lúther? Hann skipar sér
í hvorugan flokkinn, og þó gætu báðir eignað sér hann.
Margt mælir með því, að hann í skoðun sinni hafi að-
hylzt bókstafstrúna. I aðra röndina er hann rammur
bókstafstrúarmaður. Hann finnur sig bundinn af bókstaf
biblíunnar og getur það jafnvel leitt hann út í hinar