Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Qupperneq 37
ÍÐUNN
Andinn frá Worms og örlög hans.
3f
vizka bauð honum. Á þessu sviði lágu ekki nógu skýr
drög fyrir frá hans hendi, svo að fylgjendur hans gæfu
grundvallað á því hina nýju kirkjudeild.
En ekki virðist það að ástæðulausu, þótt undrun væri
látin í ljósi yfir því, að fylgjendur Lúthers, sem tóku
við stjórn hinnar nýju stefnu eftir hans dag, skyldu ekki
sýna þess nein merki í verkinu, að þeir hefðu orðið
snortnir af anda hans, heldur binda þeir sig eingöngu
við bókstaf orða hans. En til þess að ástæðan fyrir
þessu verði skilin, þá þarf maður að gera sér greirv
fyrir því, hvað til grundvallar liggur fyrir hinni almennu
þörf manna til að eiga kennisetningar, sem þeir geti verið
sannfærðir um að séu óskeikular og sem allir viðurkenni.
II.
í flestra brjóstum býr tilfinning sú, sem nefnd hefir
verið þrá eftir sannleikanum eða þekkingarþorsti. Mönn-
um er það knýjandi þörf að eiga sem ákveðnasta mynd
af heimi þeim, sem við lifum í og þekkja lögmál þau,
sem hann lýtur, vita ákveðið um hlutverk sitt í þessu
lífi og hvernig trygð verði hamingja í framtíðinni.
Þorstinn eftir sannleika og þekkingu í þessum efnum
og efasemdir geta valdið miklum sársauka. Því hefir'svo
mikil áherzla verið á það lögð, að þeim þorsta yrði
svalað eða þorstatilfinningin deyfð. En það er ekki
hlaupið að því að vita allan sannleika og langt myndi
þess að bíða að þekkingarþorstanum yrði svalað á þann
hátt, að ekkert væri lengur lil fyrir manninn að nema
og leita að.
En maðurinn fann aðra leið beinni og fyrirhafnar-
minni út úr þeim vanda. Það bezta og sannasta, sem
hann þekti, tók hann saman og setti í kerfi og sló því