Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 46

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 46
40 Konungssonurinn Hamingjusami. IDUNN að næra hann með annað en vatn úr ánni, og þess vegna grætur hann. Svala, litla Svala mín, viltu ekki færa henni rúbíninn úr meðalkaflanum á sverðinu mínu? Fætur mínir eru fastir við þenna fótstall og eg get ekki hreyft migc. — »Það er beðið eftir mér í Egyptalandi«, sagði Svalan, »vinir mínir eru að fljúga upp og niður eftir Níl og spjalla við stóru Lótus-blómin«. — »Svala mín, litla Svala, viltu ekki staldra við hjá mér eina nótt og vera sendiboði minn? Drengurinn er svo Iémagna og móðirin svo hrygg*. — »Það er svo kalt hérna«, sagði Svalan, »en eina nótt skal eg staldra við og vera sendiboði þinn«. Síðan plokkaði hún stóra rúbíninn úr meðalkaflanum á sverði konungssonar og flaug með hann í fátæklega hreysið. Drengurinn bylti sér á ýmsa vegu í rúminu af hitasótfinni, en móðirin hafði hnigið í blund af ofþreytu. Svalan lagði rúbíninn hjá henni, flaug um- hverfis rúmið, og kældi þannig enni drengsins með vængjaslætti sínum þangað til hann féll í ljúfan blund. Að kvöldi næsta dags, þegar tunglið kom upp, flaug hún aftur til Konungssonarins Hamingjusama. — »Þarftu að koma nokkrum boðum fil Egyptalands? Eg er rétt á förum!« — »Svala mín, litla Svala«, sagði Konungs- sonur, »viltu ekki standa við eina nóttina enn? í útjaðri borgar minnar sé eg ungan mann í þakherbergi. Hann situr álútur við skrifborð og er að reyna að lúka leikriti fyrir leikhússtjórann, en hann getur ekki ritað lengur fyrir kulda, og hann er orðinn máttlaus af hungri. Hið eina sem eg á nú til eru augun, þau eru úr safír- steinum. Plokkaðu annan þeirra út og færðu honum hann; þá getur hann keypt sér næringu og lokið leik- ritinu«. — »Konungsonur minn bezti, það get eg ekki fengið af mér«. — >Svala mín, lilta Svala, gerðu eins og eg segi þér«. Svalan plokkaði þá augað út úr Kon-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.