Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 48

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 48
42 Konungssonurinn Hamingjusami. IÐUNN röðum á bökkum Nílar, og veiða gullfiska með nefjun- um; hún sagði honum af konungi mánafjallanna, sem er hrafnsvartur eins og íbenviður og dýrkar stóran kristall. — »Svala mín litla, elskuleg«, mælti Konungssonur, »þú fræðir mig um undursamlega hluti, en undursamlegra en alt annað eru þjáningar mannanna, karla og kvenna; enginn leyndardómur er eins mikill og þjáningin*. Nú kom snjórinn og með snjónum frostið. Veslings litlu svölunni varð altaf kaldara og kaldara, og loks kom að því að hún bjóst við dauða sínum. Það var rétt svo að hún hafði krafta til að fljúga upp á öxlina á Konungssyni. — »Vertu nú sæll, elsku Konungssonur; viltu lofa mér að kyssa á hönd þér?« — »Mér þykir vænt um að þú skulir nú loksins komast af stað til Egyptalands, svala mín Iitla, en þú verður að kyssa mig á munninn, því að eg elska þig«. — »Ferðinni er ekki heitið til Egyptalands; eg er á leiðinni inn í Hús Dauð- ans. Dauðinn er bróðir Svefnsins, er ekki svo?« Og hún kysti Konungssoninn á munninn og datt niður dauð að fótum hans. I sama bili heyrðist einkennilegur smell- ur innan í líkneskinu, líkt og eitthvað hefði brostið. Blý- hjartað hafði hrokkið sundur í tvent. Næsta morgun var borgarstjórinn á gangi fram hjá líkneskinu, og með honum bæjarfulltrúarnir. Varð borg- arstjóra þá litið á líknéskið. »Hamingjan góða! að sjá þetta, hvað Konungssonurinn Hamingjusami er tötraleg- ur útlits. Rúbíninn er horfinn úr sverðinu hans og augnalaus er hann. Eg er nú alveg hissa, hann lítur litlu_betur út en beiningamaður«. — »Litlu 'oetur en beiningamaður«, átu bæjarfulltrúarnir upp, því að þeir voru altaf á sama máli og borgarstjórinn. — »Og hér liggur dauður fugl við fætur honum, ekki ber á öðru. Við verðum að gefa út auglýsingu um það, að fuglum

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.