Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 49
IÐUNN
Konungssonurinn Hamingjusami.
43
sé ekki leyft að deyja hér«. Síðan rifu þeir niður lík-
neski Konungssonarins Hamingjusama og bræddu það í
bræðsluofni. En þótt undarlegt sé frásagnar, vildi blý-
hjartað ekki bráðna, og var því þá fleygt út á sorphaug,
þar sem dauða Svalan lá fyrir.
»Færðu mér tvent hið dýrmætasta úr borginni*, mælti
Guð við einn af englum sínum; og engillinn færði hon-
um blýhjartað og dauða fuglinn. »Þú hefir kosið rétt«,
mælti Guð; því að um eilífð á litli fuglinn að fá að
syngja í paradísargarði mínum, og í minni gullnu borg
skal Konungssonurinn Hamingjusami lofa mig og veg-
sama. — Sig. Gunnarsson (þýddi).
Dalamær.
Borgar ys og erill,
alt er þrotlaus glaumur.
Það sem augað eygir
iðar mannastraumur.
Lífið ólgar, æðir,
alt er selt á torgum.
Inni í krók og kima
kafna bros í sorgum.
Lygin tunga talar,
tannaqerfis neytir.
Falskir lokkar falla,
,,farvi“ kinnar skreytir.