Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 50
44 Dalamær. IÐUNN Augu af lyfjum loga — lögð er píla að álmi. G/jái brúnaboga er brons á soramálmi. Köstum hnakk á hesta, hleypum upp til sveita. Leikur Ijúfur blærinn létt um vanga heita. Hnjúkar hverfa og rísa hestsins fangi móti. Stekkur fimur fótur fram hjá eggjagrjóti. Fram á hæsta hjallann hófagammar þjóti. Breiðir broshýr dalur blómgan faðm á móti. Hlíðin döggum dropin, dúnmjúk undir fæti. Eg hef mig upp í hnakknum og hrópa af ofsakæti. Inst í dalsins enda, uppi í Hnjúkafjalli. Þar sem fossinn fellur fram af háum stalli. Þar sem lindin læðist létt á milli steina, hef þú höfuð vinur, horfðu á dalameyna!

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.