Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 56
50 Ljósið í kletfunum. IÐUNN »Hver segir það?« »Begga, hún segir að þú hafir séð það — líka«. Amma þagði lengi. »Eru sumir skygnir?« Prjónarnir tifuðu og Ljótur beið affur lengi. Loks mælti amma: »Sumum ber fleira fyrir augu en öðrum«. »Begga sagði að þú værir skygn, amma«. Gamla konan leit á Húnljót litla í gegn um rökkrið: »]á, hún hefir heyrt fólkið vera að segja þetta. En það er heldur ekkert ljótt, Ljótur minn. Eg hefi stund- um séð ljós og þess háttar, en eg get ekki sagt þér meira um það. Við, sem sjáum þetta, vitum varla hvað það er, né hvers vegna við erum látin koma auga á það«. »En segðu mér samt eitthvað«. »Eitthvað — já það held eg nú að eg ætti að geta, Ljótur minn. En þú veizt að margar af sögunum, sem eg segi þér í rökkrinu eru bara búnar til handa börn- um, þær eru svo sem ekki allar sannar. Hefi eg nokk- urn tíma sagt þér söguna af honum Þorsteini, sem huldu- konurnar heilluðu inn í Kálfborgina?« »Nei, það held eg ekki«. »Hann fekk nú að sjá sitt af hverju hjá álfunum. Það var ekki mjög dimt né amalegt inni í Kálfborginni: Ljós á kerti ei logaði þar, líkt var Fáfnis bóli; húsið fríða birtu bar bezt af einu hjóli“. »Hvernig — af hjóli? Snerist eitthvert hjól þar inni?« Húnljótur litli hafði ekki séð önnur hjól en á rokkunum og þau snerust. Hvernig gat komið birta af hjóli? Hann þrýsti sér ákaft að ömmu sinni. »Amma, amma!«

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.